Segir Landsbankann tilbúinn í Kauphöllina 2012 Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. desember 2011 19:30 Bankastjóri Landsbankans telur að bankinn verði tilbúinn til skráningar í Kauphöll á næsta ári en hann segir að ríkissjóður gæti fengið miklar fjárhæðir fyrir lítinn hlut í honum. Bankasýsla ríkisins heldur á rúmlega 81 prósents hlut ríkissjóðs í Landsbankanum. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur sagt koma til greina að selja hlut í bankanum í gegnum Kauphöll Íslands og hefur hann t.d viðrað þessi sjónarmið í Klinkinu. Bankastjórinn tekur undir þetta en hann var gestur okkar í Klinkinu. „Ég held að það gæti bara gerst á næsta ári, 2012, að bankinn gæti farið á markað. Þetta er auðvitað í höndum Bankasýslunnar, fjármálaráðuneytisins og Alþingis, en ég sé ekkert því til fyrirstöðu á næsta ári að bankinn verði skráður og ríkið selji einhver prósent og minnki sína stöðu í bankanum. Eigið fé hefur hlaðist upp í bankanum á sama tíma og ríkissjóður er mjög skuldsettur. Mér líst vel á þetta, en menn þurfa bara að vanda sig, fara ekki of geyst. Ég held að það væri hægt að stefna að því að selja 15-20 prósenta hlut á hverju 12 mánaða tímabili á næstu tveimur til þremur árum," segir Steinþór. Hann segir að mikið fé gæti fengist fyrir lítinn hlut í bankanum.Þótti of djarft að selja 27 prósenta hlut í Eyri Invest í einu Horn, dótturfélag Landsbankans, átti 27 prósenta hlut í Eyri Invest, sem er stór hluthafi í bæði Marel og Össuri, en Horn verður skráð á markað í Kauphöll á nýju ári. Nokkuð hefur verið fjallað um stöðu Horns að undanförnu, en skráning félagsins á markað er ein stærsta einkavæðing Íslandssögunnar í ljósi verðmætis félagsins. Landsbankinn átti 27 prósent í Eyri Invest í gegnum dótturfélag sitt Horn. Nýlega keypti bankinn helminginn af Horni og heldur því beint á 13,75 prósenta hlut í Eyri Invest. Það var farin sú leið að bankinn keypti um daginn 13,75 prósenta hlut í Eyri Invest af Horni. Það var sagt að þetta væri liður í því að gera Horn í stakk búið fyrir frumskráningu í Kauphöll. Hvers vegna var þessi leið farin? „Það þurfti að minnka efnahag Horns. Það var of mikið af þessari eign inni í Horni, svo við færðum hluta hennar til baka til að gera Horn söluvænlegra. Okkar fannst of mikið að vera (með 27 prósent í Eyri Invest) inni í Horni." En hvað réði för? „Menn eru að hlera markaðinn aðeins og þetta eru viðbrögð við því." Hann segir þetta ekki hafa verið gert til að aðstoða núverandi hluthafa Eyris Invest. Hann segir að 13,75 prósenta hlutur í Eyri Invest sem Landsbankinn heldur á verði seldur sem fyrst, en fyrst þurfi að skrá Horn á markað. „Það verður bara að finna rétta tímasetningu. Fyrst ætlum við að koma Horni frá okkur." Eyrir Invest tapaði 13 milljónum evra, 2.143 milljónum króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins tæpum 6,4 milljónum evra. Viðtalið við Steinþór mun birtast í heild sinni á viðskiptavef Vísis, annað kvöld, fimmtudagskvöld. thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans telur að bankinn verði tilbúinn til skráningar í Kauphöll á næsta ári en hann segir að ríkissjóður gæti fengið miklar fjárhæðir fyrir lítinn hlut í honum. Bankasýsla ríkisins heldur á rúmlega 81 prósents hlut ríkissjóðs í Landsbankanum. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur sagt koma til greina að selja hlut í bankanum í gegnum Kauphöll Íslands og hefur hann t.d viðrað þessi sjónarmið í Klinkinu. Bankastjórinn tekur undir þetta en hann var gestur okkar í Klinkinu. „Ég held að það gæti bara gerst á næsta ári, 2012, að bankinn gæti farið á markað. Þetta er auðvitað í höndum Bankasýslunnar, fjármálaráðuneytisins og Alþingis, en ég sé ekkert því til fyrirstöðu á næsta ári að bankinn verði skráður og ríkið selji einhver prósent og minnki sína stöðu í bankanum. Eigið fé hefur hlaðist upp í bankanum á sama tíma og ríkissjóður er mjög skuldsettur. Mér líst vel á þetta, en menn þurfa bara að vanda sig, fara ekki of geyst. Ég held að það væri hægt að stefna að því að selja 15-20 prósenta hlut á hverju 12 mánaða tímabili á næstu tveimur til þremur árum," segir Steinþór. Hann segir að mikið fé gæti fengist fyrir lítinn hlut í bankanum.Þótti of djarft að selja 27 prósenta hlut í Eyri Invest í einu Horn, dótturfélag Landsbankans, átti 27 prósenta hlut í Eyri Invest, sem er stór hluthafi í bæði Marel og Össuri, en Horn verður skráð á markað í Kauphöll á nýju ári. Nokkuð hefur verið fjallað um stöðu Horns að undanförnu, en skráning félagsins á markað er ein stærsta einkavæðing Íslandssögunnar í ljósi verðmætis félagsins. Landsbankinn átti 27 prósent í Eyri Invest í gegnum dótturfélag sitt Horn. Nýlega keypti bankinn helminginn af Horni og heldur því beint á 13,75 prósenta hlut í Eyri Invest. Það var farin sú leið að bankinn keypti um daginn 13,75 prósenta hlut í Eyri Invest af Horni. Það var sagt að þetta væri liður í því að gera Horn í stakk búið fyrir frumskráningu í Kauphöll. Hvers vegna var þessi leið farin? „Það þurfti að minnka efnahag Horns. Það var of mikið af þessari eign inni í Horni, svo við færðum hluta hennar til baka til að gera Horn söluvænlegra. Okkar fannst of mikið að vera (með 27 prósent í Eyri Invest) inni í Horni." En hvað réði för? „Menn eru að hlera markaðinn aðeins og þetta eru viðbrögð við því." Hann segir þetta ekki hafa verið gert til að aðstoða núverandi hluthafa Eyris Invest. Hann segir að 13,75 prósenta hlutur í Eyri Invest sem Landsbankinn heldur á verði seldur sem fyrst, en fyrst þurfi að skrá Horn á markað. „Það verður bara að finna rétta tímasetningu. Fyrst ætlum við að koma Horni frá okkur." Eyrir Invest tapaði 13 milljónum evra, 2.143 milljónum króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins tæpum 6,4 milljónum evra. Viðtalið við Steinþór mun birtast í heild sinni á viðskiptavef Vísis, annað kvöld, fimmtudagskvöld. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira