Þénar minna en undirmenn og telur launin ekki samkeppnishæf Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. desember 2011 21:00 Bankastjóri Landsbankans telur laun sín ekki samkeppnishæf en þau eru aðeins um þriðjungur af launum bankastjóra hinna bankanna. Hann segist vonast til þess að lögum verði breytt svo Kjararáð geti ekki bundið hendur stjórnar bankans. Í árshlutauppgjöri Landsbankans sem birtist í september kemur fram að stjórn bankans hafi af því miklar áhyggjur að laun bankastjórans séu ekki samkeppnishæf.Sérstök staða - laun ákveðin af Kjararáði Samkvæmt lögum sem tóku gildi 2009 eru laun bankastjórans ákveðin af Kjararáði. Þetta hefur þýtt að undirmenn Steinþórs Pálssonar eru á hærri launum en hann. Og hann er á miklu lægri launum en stjórnendur Arion banka og Íslandsbanka. Sem dæmi þá er Steinþór með minna en þriðjung af launum Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka. „Ég segi nú oft að ég sé sá bankamaður á íslandi sem er með með lægstu launin fyrir hverja unna stund því það að vera bankastjóri Landsbankans er ansi mikil vinna," segir Steinþór en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Steinþór starfaði í bankageiranum í 15 ár, áður en hann söðlaði um og var meðal annars í átta ár hjá Actavis. Ertu með lægri laun hjá Landsbankanum en þú varst með hjá Actavis. „Já, já. Langtum lægri laun." Hvers vegna skiptirðu um vinnu? „Það er nú það. Þetta var áskorun." Landsbankinn er eitt stærsta fjármálafyrirtæki á Íslandi með yfir 1.250 starfsmenn. Er ekki hægt að taka hina hliðina á umræðunni og segja að stjórnendur hinna bankanna séu einfaldlega með allt of há laun? „Það má kannski segja það. Ég er með rétt um eina milljón á mánuði. Þar er allt talið, bíll og internettengingin sem ég er með heima hjá mér kemur til frádráttar. Ég held að það séu of lág laun," segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Sjá má viðtalið í heild sinni við Steinþór í Klinkinu hér. Klinkið Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans telur laun sín ekki samkeppnishæf en þau eru aðeins um þriðjungur af launum bankastjóra hinna bankanna. Hann segist vonast til þess að lögum verði breytt svo Kjararáð geti ekki bundið hendur stjórnar bankans. Í árshlutauppgjöri Landsbankans sem birtist í september kemur fram að stjórn bankans hafi af því miklar áhyggjur að laun bankastjórans séu ekki samkeppnishæf.Sérstök staða - laun ákveðin af Kjararáði Samkvæmt lögum sem tóku gildi 2009 eru laun bankastjórans ákveðin af Kjararáði. Þetta hefur þýtt að undirmenn Steinþórs Pálssonar eru á hærri launum en hann. Og hann er á miklu lægri launum en stjórnendur Arion banka og Íslandsbanka. Sem dæmi þá er Steinþór með minna en þriðjung af launum Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka. „Ég segi nú oft að ég sé sá bankamaður á íslandi sem er með með lægstu launin fyrir hverja unna stund því það að vera bankastjóri Landsbankans er ansi mikil vinna," segir Steinþór en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Steinþór starfaði í bankageiranum í 15 ár, áður en hann söðlaði um og var meðal annars í átta ár hjá Actavis. Ertu með lægri laun hjá Landsbankanum en þú varst með hjá Actavis. „Já, já. Langtum lægri laun." Hvers vegna skiptirðu um vinnu? „Það er nú það. Þetta var áskorun." Landsbankinn er eitt stærsta fjármálafyrirtæki á Íslandi með yfir 1.250 starfsmenn. Er ekki hægt að taka hina hliðina á umræðunni og segja að stjórnendur hinna bankanna séu einfaldlega með allt of há laun? „Það má kannski segja það. Ég er með rétt um eina milljón á mánuði. Þar er allt talið, bíll og internettengingin sem ég er með heima hjá mér kemur til frádráttar. Ég held að það séu of lág laun," segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Sjá má viðtalið í heild sinni við Steinþór í Klinkinu hér.
Klinkið Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira