Þénar minna en undirmenn og telur launin ekki samkeppnishæf Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. desember 2011 21:00 Bankastjóri Landsbankans telur laun sín ekki samkeppnishæf en þau eru aðeins um þriðjungur af launum bankastjóra hinna bankanna. Hann segist vonast til þess að lögum verði breytt svo Kjararáð geti ekki bundið hendur stjórnar bankans. Í árshlutauppgjöri Landsbankans sem birtist í september kemur fram að stjórn bankans hafi af því miklar áhyggjur að laun bankastjórans séu ekki samkeppnishæf.Sérstök staða - laun ákveðin af Kjararáði Samkvæmt lögum sem tóku gildi 2009 eru laun bankastjórans ákveðin af Kjararáði. Þetta hefur þýtt að undirmenn Steinþórs Pálssonar eru á hærri launum en hann. Og hann er á miklu lægri launum en stjórnendur Arion banka og Íslandsbanka. Sem dæmi þá er Steinþór með minna en þriðjung af launum Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka. „Ég segi nú oft að ég sé sá bankamaður á íslandi sem er með með lægstu launin fyrir hverja unna stund því það að vera bankastjóri Landsbankans er ansi mikil vinna," segir Steinþór en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Steinþór starfaði í bankageiranum í 15 ár, áður en hann söðlaði um og var meðal annars í átta ár hjá Actavis. Ertu með lægri laun hjá Landsbankanum en þú varst með hjá Actavis. „Já, já. Langtum lægri laun." Hvers vegna skiptirðu um vinnu? „Það er nú það. Þetta var áskorun." Landsbankinn er eitt stærsta fjármálafyrirtæki á Íslandi með yfir 1.250 starfsmenn. Er ekki hægt að taka hina hliðina á umræðunni og segja að stjórnendur hinna bankanna séu einfaldlega með allt of há laun? „Það má kannski segja það. Ég er með rétt um eina milljón á mánuði. Þar er allt talið, bíll og internettengingin sem ég er með heima hjá mér kemur til frádráttar. Ég held að það séu of lág laun," segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Sjá má viðtalið í heild sinni við Steinþór í Klinkinu hér. Klinkið Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans telur laun sín ekki samkeppnishæf en þau eru aðeins um þriðjungur af launum bankastjóra hinna bankanna. Hann segist vonast til þess að lögum verði breytt svo Kjararáð geti ekki bundið hendur stjórnar bankans. Í árshlutauppgjöri Landsbankans sem birtist í september kemur fram að stjórn bankans hafi af því miklar áhyggjur að laun bankastjórans séu ekki samkeppnishæf.Sérstök staða - laun ákveðin af Kjararáði Samkvæmt lögum sem tóku gildi 2009 eru laun bankastjórans ákveðin af Kjararáði. Þetta hefur þýtt að undirmenn Steinþórs Pálssonar eru á hærri launum en hann. Og hann er á miklu lægri launum en stjórnendur Arion banka og Íslandsbanka. Sem dæmi þá er Steinþór með minna en þriðjung af launum Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka. „Ég segi nú oft að ég sé sá bankamaður á íslandi sem er með með lægstu launin fyrir hverja unna stund því það að vera bankastjóri Landsbankans er ansi mikil vinna," segir Steinþór en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Steinþór starfaði í bankageiranum í 15 ár, áður en hann söðlaði um og var meðal annars í átta ár hjá Actavis. Ertu með lægri laun hjá Landsbankanum en þú varst með hjá Actavis. „Já, já. Langtum lægri laun." Hvers vegna skiptirðu um vinnu? „Það er nú það. Þetta var áskorun." Landsbankinn er eitt stærsta fjármálafyrirtæki á Íslandi með yfir 1.250 starfsmenn. Er ekki hægt að taka hina hliðina á umræðunni og segja að stjórnendur hinna bankanna séu einfaldlega með allt of há laun? „Það má kannski segja það. Ég er með rétt um eina milljón á mánuði. Þar er allt talið, bíll og internettengingin sem ég er með heima hjá mér kemur til frádráttar. Ég held að það séu of lág laun," segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Sjá má viðtalið í heild sinni við Steinþór í Klinkinu hér.
Klinkið Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira