Vill sameina Seðlabankann og FME að nýju Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. desember 2011 18:30 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu. Í efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í var kveðið á um að leita bæri til sérfræðings til að gera úttekt á regluverki og eftirliti íslenska fjármálakerfisins. Kaarlo Jännäri, fyrrverandi yfirmaður finnska fjármálaeftirlitsins, var fenginn til verksins og var ein helsta niðurstaða skýrslu hans í mars 2009 að sameina bæri Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið í eina stofnun. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Forsætisráðherra sagði í þingræðu á 137. löggjafarþingi, fyrir tveimur árum, að stjórnvöld yrðu að taka afstöðu til þessarar spurningar. Hefur það verið gert? „Nei, ekki endanlega, en það hefur verið skoðað og er eitt af því sem, réttilega, þarf að taka afstöðu til." Hver er þín afstaða? „Ég hallast að því að það beri að sameina þetta." Hvers vegna? „Vegna þess að almennt erum við með lítið stjórnkerfi, litlar einingar og ég held að það gæti haft ákveðin samlegðaráhrif. Ég held að þetta gæti orðið sterkara. Nú þarf þetta að vera aðskilið og yrði það ef þetta yrði sameinað í einni stofnun, þetta yrðu sjálfstæðar einingar eftir sem áður enda þarf Fjármálaeftirlitið að vera alveg sjálfstætt þannig lagað séð, en ég held að þetta myndi stytta boðleiðir í kerfinu. Og varðandi mat á kerfsilægri áhættu, þá held ég að meira ynnist við þetta en tapaðist," segir Steingrímur. Nýjasta þáttinn af Klinkinu má finna hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu. Í efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í var kveðið á um að leita bæri til sérfræðings til að gera úttekt á regluverki og eftirliti íslenska fjármálakerfisins. Kaarlo Jännäri, fyrrverandi yfirmaður finnska fjármálaeftirlitsins, var fenginn til verksins og var ein helsta niðurstaða skýrslu hans í mars 2009 að sameina bæri Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið í eina stofnun. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Forsætisráðherra sagði í þingræðu á 137. löggjafarþingi, fyrir tveimur árum, að stjórnvöld yrðu að taka afstöðu til þessarar spurningar. Hefur það verið gert? „Nei, ekki endanlega, en það hefur verið skoðað og er eitt af því sem, réttilega, þarf að taka afstöðu til." Hver er þín afstaða? „Ég hallast að því að það beri að sameina þetta." Hvers vegna? „Vegna þess að almennt erum við með lítið stjórnkerfi, litlar einingar og ég held að það gæti haft ákveðin samlegðaráhrif. Ég held að þetta gæti orðið sterkara. Nú þarf þetta að vera aðskilið og yrði það ef þetta yrði sameinað í einni stofnun, þetta yrðu sjálfstæðar einingar eftir sem áður enda þarf Fjármálaeftirlitið að vera alveg sjálfstætt þannig lagað séð, en ég held að þetta myndi stytta boðleiðir í kerfinu. Og varðandi mat á kerfsilægri áhættu, þá held ég að meira ynnist við þetta en tapaðist," segir Steingrímur. Nýjasta þáttinn af Klinkinu má finna hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira