Lazio kom sér í kvöld upp í annað sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 3-2 sigri á Lecce en Þjóðverjinn Miroslav Klose skoraði tvö marka fyrrnefnda liðsins í kvöld.
Lazio er aðeins einu stigi á eftir Juventus á toppi deildarinnar en Juve á þó leik til góða.
Inter kom sér upp í níunda sæti deildarinnar í kvöld með 2-0 sigri á Firoentina á heimavelli en fyrir ekki svo löngu síðan var þetta fornfræga lið rétt við fallsvæði deildarinnar. Giampaolo Pazzini og Yuto Nagatomo skoruðu mörk Inter í kvöld.
Fjölmargir leikri eru á dagskrá á morgun en umferðinni lýkur á mánudagskvöldið með leik Roma og Juventus.
Úrslit dagsins:
Lecce - Lazio 2-3
Siena - Genoa 0-2
Inter - Fiorentina 2-0
Palermo - Cesena 0-1
