Sportvörurisinn Amer Sports hefur keypt íslenska fyrirtækið Nikita. Aðalheiður Birgisdóttir stofnaði Nikita fyrir ellefu árum og hefur stýrt því en fyrirtækið framleiðir snjóbretta og tískufatnað með áherslu á vörur fyrir konur. Hjá Nikita starfa á fjórða tug manna, þar af þar af 8 í hönnun, vöruþróun og framleiðslu. Ársvelta Nikita nemur um 1,2 milljarði króna að því er fram kemur í frétt um málið á Reuters. Kaupverð kemur ekki fram í fréttinni.
Nikita var stofnað árið 2000 af Aðalheiði Birgisdóttur, Rúnari Ómarssyni, Valdimari Kristinni Hannessyni og Þórði Höskuldssyni. Nýsköpunarsjóður kom að félaginu árið 2000 og hlutdeild sjóðsins er 46,9%. Aðalheiður hefur frá byrjun verið aðalhönnuður Nikita.
Þar er haft eftir Andy Towne, einum af forsvarsmönnum Amer Sports, sem meðal annars á vörumerki á borð við Salomon, Wilson, Atomic, Arc'teryx, segir að með því að fá Nikita undir sinn hatt sé Amer Sports orðið leiðandi í sölu á snjóbrettavörum og fatnaði í þeim geira.
Amer Sports var um tíma að hluta í eigu Novator, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar. Novator seldi hlutinn árið 2009.
Aðalheiður Birgisdóttir ræddi um Nikita í Klinkinu hér á Vísi fyrir skömmu. Viðtalið má sjá hér.
Amer Sports kaupir Nikita
Mest lesið


Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent

Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans
Viðskipti erlent

Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent




„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent

Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent