Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir tekur þátt í alþjóðlega welska mótinu í badminton um helgina en hún er að reyna að safna sér stigum til þess að komast upp heimslistann og inn á Ólympíuleikana í London á næsta ári.
Rögnu er raðað númer eitt inn í einliðaleik kvenna í mótinu og er því sigurstranglegust. Hún keppir fyrsta leik sin á morgun föstudag við keppanda sem mun koma upp úr forkeppninni sem fram fer í dag.
Ragna er númer 66 á heimslistanum en nýr heimslisti kom út í dag. Simone Prutch frá Austurríki er raðað númer tvö inn í mótið en hún er númer 75 á heimslistanum.

