Tiger Woods hefur byrjað vel á Chevron World Challenge boðsmótinu sem hann stendur fyrir og fer fram á Sherwood vellinum í Kaliforníu. Kóreumaðurinn KJ Choi er með forystu eftir fyrsta hring en Woods er í öðru sæti.
KJ Choi fékk fugl á fyrstu fimm holunum og lék hringinn á 66 höggum eða á sex höggum undir pari. Tiger er þremur höggum á eftir og er í 2. sætinu ásamt landa sínum Steve Stricker.
Tiger hefur unnið þetta móti fjórum sinnum. Hann fékk fjóra fugla á fyrstu fimm holunum og tvo til viðbótar á seinni níu en þrír skollar sáu til þess að hann missti Choi aðeins frá sér.
Mikill vindur setti svip sinn á mótið í gær og Woods talaði um það eftir hringinn að það hafi verið mjög gott að leika á undir pari við slíkar aðstæður.
Tiger Woods í toppbaráttunni í Kaliforníu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi
Körfubolti


Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn

Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann
Handbolti



Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti