Ferguson lærir af reynslunni Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. desember 2011 18:45 Sir Alex þungt hugsi MYND/NORDIC PHOTOS/GETTY Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri segist ekki geta vanmetið riðlakeppni Meistaradeildarinnar í framtíðinni í ljósi þess að auðugir fjárfestar fjárfesti í auknum mæli í liðum annarra landa. Þegar aðeins ein umferð er eftir af riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefur Arsenal eitt enskra liða tryggt sér sætí í 16 liða úrslitum. Örlög Manchester City eru ekki í þeirra höndum og Manchester United og Chelsea eiga taugatitrandi leiki framundan í vikunni þar sem allt er undir. Ferguson segir að Evrópukeppnin verði sífellt erfiðari og að lið utan "stærri" deilda Evrópu sé nógu rík til að laða til sín sterka leikmenn. "Það er rétt að aðeins eitt enskt lið gæti komist áfram sem undirstrikar nýja áskorun enskra liða," segir Ferguson. "Það eru lið víðsvegar um Evrópu sem eiga mikið af peningum. Kannski þurfum við að bæta leik okkar og vanmeta ekki riðlakeppnina. Það er kannski ekki nýtt að rússnesk lið eiga peninga og séu með marga Brasilíumenn í liðum sínum en meira að segja lið eins og APOEL Nicosia er nógu ríkt til að ná í erlenda leikmenn. Auður skiptir sífellt meira máli," sagði Ferguson. Sir Alex er bjartsýnn á að lið hans komist áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en Manchester United er með stigi meira en Basel fyrir leik liðanna í Sviss á miðvikudag. "Það er okkur í hag að þeir þurfa að sækja til sigurs. Á einhverjum tímapunkti, kannski ekki í byrjun leiks, þurfa þeir að blása til sóknar," sagði Ferguson að lokum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Guðmundur Leó bætti annað mótsmet Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Djokovic fær frípassa í átta manna úrslit Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago „Markvörðurinn þarf stundum að kveikja í vörninni“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sú besta í heimi er ólétt Dagskráin: Barist um sæti í Super Bowl og stórleikur Arsenal og Man Utd Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Danir komnir í gang á EM Sjá meira
Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri segist ekki geta vanmetið riðlakeppni Meistaradeildarinnar í framtíðinni í ljósi þess að auðugir fjárfestar fjárfesti í auknum mæli í liðum annarra landa. Þegar aðeins ein umferð er eftir af riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefur Arsenal eitt enskra liða tryggt sér sætí í 16 liða úrslitum. Örlög Manchester City eru ekki í þeirra höndum og Manchester United og Chelsea eiga taugatitrandi leiki framundan í vikunni þar sem allt er undir. Ferguson segir að Evrópukeppnin verði sífellt erfiðari og að lið utan "stærri" deilda Evrópu sé nógu rík til að laða til sín sterka leikmenn. "Það er rétt að aðeins eitt enskt lið gæti komist áfram sem undirstrikar nýja áskorun enskra liða," segir Ferguson. "Það eru lið víðsvegar um Evrópu sem eiga mikið af peningum. Kannski þurfum við að bæta leik okkar og vanmeta ekki riðlakeppnina. Það er kannski ekki nýtt að rússnesk lið eiga peninga og séu með marga Brasilíumenn í liðum sínum en meira að segja lið eins og APOEL Nicosia er nógu ríkt til að ná í erlenda leikmenn. Auður skiptir sífellt meira máli," sagði Ferguson. Sir Alex er bjartsýnn á að lið hans komist áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en Manchester United er með stigi meira en Basel fyrir leik liðanna í Sviss á miðvikudag. "Það er okkur í hag að þeir þurfa að sækja til sigurs. Á einhverjum tímapunkti, kannski ekki í byrjun leiks, þurfa þeir að blása til sóknar," sagði Ferguson að lokum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Guðmundur Leó bætti annað mótsmet Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Djokovic fær frípassa í átta manna úrslit Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago „Markvörðurinn þarf stundum að kveikja í vörninni“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sú besta í heimi er ólétt Dagskráin: Barist um sæti í Super Bowl og stórleikur Arsenal og Man Utd Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Danir komnir í gang á EM Sjá meira