Þarf að borga 950 þúsund vegna bloggfærslu 30. nóvember 2011 13:19 Héraðsdómur Reykjavíkur ly Bloggari var dæmdur til að greiða konu þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur fyrir meiðyrði í hennar garð og þá voru ummæli sem birtust á heimasíðu mannsins dæmd dauð og ómerk. Dómari telur það vera tilefnislaust og óviðurkvæmilegt að rifja upp 30 ára gamla dóma, sem konan hlaut. Málið snýst um nágrannaerjur í Aratúni síðasta sumar sem töluvert var fjallað um í fjölmiðlum. Þar höfðu tvær fjölskyldur deilt í áraraðir en hús þeirra eru hlið við hlið. Bloggarinn er vinur hjónanna og birti hann á vefsvæði sínu grein með fyrirsögninni „Siðblint ofbeldisfólk og ráðalaus lögregla" síðasta sumar. Þar lýsti hann ofbeldi sem vinafólk hans í götunni eiga að hafa sætt af hálfu nágranna sína. Hann fullyrti að fólkið hafi sætt ótrúlegu ofbeldi af hálfu konunnar og fjölskyldu hennar, þar sem meðal annars hafi verið ráðist að vinkonu hans og tveggja ára dóttur hennar með piparúða. Maðurinn mótmælti kröfum konunnar um að dæma ummæli sem hann lét falla dauð og ómerk. Hann telur að enginn ummælanna geti talist ærumeiðandi og segir að tilgangurinn með skrifunum hafi verið sá að vekja athygli á því óréttlæti sem honum fannst vinafólk sitt vera beitt og athafnaleysi yfirvalda í málum af þessum toga. Í niðurstöðu dómara segir að þótt ætla verði bloggurum svigrúm til þess að fjalla um málefni sem eiga erindi til almennings og séu hluti af þjóðfélagsumræðu „verður að gera þær kröfur til þeirra að umfjöllunarefni þeirra séu sett fram með málefnalegum hætti." Þá segir að þótt konan „hafi sýnt af sér ólíðandi hegðun í garð nágranna sinna, sbr. það sem rakið er í framburði þeirra hér að framan, þykir ekki hafa verið sýnt fram á af hálfu stefnda [bloggarans,innsk.blm] að stefnandi [konan, innsk.blm] hafi sýnt af sér ofbeldi í þeirra garð." Dómarinn segir að óumdeilt sé að konan hafi hlotið daum fyrir 20 árum og fyrir 30 árum en upprifjun bloggarans sé tilefnislaus og óviðurkvæmileg. Sú fullyrðing mannsins að konan eigi langan brotaferil að baki, sé úr lausu lofti gripin og sé ekki sannleikanum samkvæm. Auk þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur þarf hann að greiða allan málskostnað sem er 650 þúsund krónur. Dómarinn dæmdi eftirfarandi ummæli dauð og ómerk: „Siðblint ofbeldisfólk" „Brynja og Kalli hafi lent í alveg ótrúlegu ofbeldi af hálfu nágranna sinna á Aratúni 34, þeirra… og Margrétar Lilju Guðmundsdóttur" „og núna fyrir tveimur vikum ráðast þau á þau með piparúða, þegar Brynja er með 2ja ára dóttur sína á fanginu." „Ofbeldisfólkið í Aratúni bak við lás og slá." „Ítrekað ofbeldi og einbeittur brotavilji hjónanna í Aratúni á ekki að líðast." „Hjónin, sem komust í fjölmiðla í sumar fyrir hrottalegar ofsóknir og ofbeldi á hendur nágrönnum sínum, sem flúðu í kjölfarið heimili sitt, eiga langan brotaferil að baki." „Hjónin í Aratúni hafa beitt nágranna sína bæði þar og þar sem þau hafa búið áður grófu ofbeldi ..." Nágrannadeilur í Aratúni Garðabær Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Bloggari var dæmdur til að greiða konu þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur fyrir meiðyrði í hennar garð og þá voru ummæli sem birtust á heimasíðu mannsins dæmd dauð og ómerk. Dómari telur það vera tilefnislaust og óviðurkvæmilegt að rifja upp 30 ára gamla dóma, sem konan hlaut. Málið snýst um nágrannaerjur í Aratúni síðasta sumar sem töluvert var fjallað um í fjölmiðlum. Þar höfðu tvær fjölskyldur deilt í áraraðir en hús þeirra eru hlið við hlið. Bloggarinn er vinur hjónanna og birti hann á vefsvæði sínu grein með fyrirsögninni „Siðblint ofbeldisfólk og ráðalaus lögregla" síðasta sumar. Þar lýsti hann ofbeldi sem vinafólk hans í götunni eiga að hafa sætt af hálfu nágranna sína. Hann fullyrti að fólkið hafi sætt ótrúlegu ofbeldi af hálfu konunnar og fjölskyldu hennar, þar sem meðal annars hafi verið ráðist að vinkonu hans og tveggja ára dóttur hennar með piparúða. Maðurinn mótmælti kröfum konunnar um að dæma ummæli sem hann lét falla dauð og ómerk. Hann telur að enginn ummælanna geti talist ærumeiðandi og segir að tilgangurinn með skrifunum hafi verið sá að vekja athygli á því óréttlæti sem honum fannst vinafólk sitt vera beitt og athafnaleysi yfirvalda í málum af þessum toga. Í niðurstöðu dómara segir að þótt ætla verði bloggurum svigrúm til þess að fjalla um málefni sem eiga erindi til almennings og séu hluti af þjóðfélagsumræðu „verður að gera þær kröfur til þeirra að umfjöllunarefni þeirra séu sett fram með málefnalegum hætti." Þá segir að þótt konan „hafi sýnt af sér ólíðandi hegðun í garð nágranna sinna, sbr. það sem rakið er í framburði þeirra hér að framan, þykir ekki hafa verið sýnt fram á af hálfu stefnda [bloggarans,innsk.blm] að stefnandi [konan, innsk.blm] hafi sýnt af sér ofbeldi í þeirra garð." Dómarinn segir að óumdeilt sé að konan hafi hlotið daum fyrir 20 árum og fyrir 30 árum en upprifjun bloggarans sé tilefnislaus og óviðurkvæmileg. Sú fullyrðing mannsins að konan eigi langan brotaferil að baki, sé úr lausu lofti gripin og sé ekki sannleikanum samkvæm. Auk þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur þarf hann að greiða allan málskostnað sem er 650 þúsund krónur. Dómarinn dæmdi eftirfarandi ummæli dauð og ómerk: „Siðblint ofbeldisfólk" „Brynja og Kalli hafi lent í alveg ótrúlegu ofbeldi af hálfu nágranna sinna á Aratúni 34, þeirra… og Margrétar Lilju Guðmundsdóttur" „og núna fyrir tveimur vikum ráðast þau á þau með piparúða, þegar Brynja er með 2ja ára dóttur sína á fanginu." „Ofbeldisfólkið í Aratúni bak við lás og slá." „Ítrekað ofbeldi og einbeittur brotavilji hjónanna í Aratúni á ekki að líðast." „Hjónin, sem komust í fjölmiðla í sumar fyrir hrottalegar ofsóknir og ofbeldi á hendur nágrönnum sínum, sem flúðu í kjölfarið heimili sitt, eiga langan brotaferil að baki." „Hjónin í Aratúni hafa beitt nágranna sína bæði þar og þar sem þau hafa búið áður grófu ofbeldi ..."
Nágrannadeilur í Aratúni Garðabær Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira