Ætlar ekki að vera bankamaðurinn sem hlustaði ekki Hafsteinn Hauksson skrifar 20. nóvember 2011 20:30 "Ég setti mér þá reglu eftir að ég tók við þessu starfi að taka öllum svona hugmyndum vel," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um hugmyndir um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi í nýjasta þætti Klinksins. Slíkar hugmyndir hafa verið uppi víða um heim allt frá því bankakreppan hófst, en efnahags- og viðskiptaráðherra vakti nýverið máls á þeim möguleika hér á landi. "Ég ætla ekki að vera bankamaðurinn sem hlustaði ekki, svo við hlustum á það sem aðrir hafa að segja," segir Birna "Fjárfestingabankastarfsemi í íslensku bönkunum er mjög takmörkuð eins og staðan er í dag, en auðvitað er vert að skoða þetta eftir því sem hún vex." Sumir hafa hent að því gaman að íslensku bankarnir stundi nú fyrst og fremst viðskiptabankastarfsemi sem lýsa megi með 3-6-3 módelinu svokallaða; 3% innlánsvextir, 6% útlánsvextir og forstjórinn er mættur á golfvöllinn klukkan 3. "Ekki þetta með að mæta á golfvöllinn, ég get alveg sagt þér það," segir Birna spurð hvort Íslandsbanki starfi samkvæmt slíku módeli. "En auðvitað er stærsta starfsemi bankanna viðskiptabankastarfsemi. Hún hefur breyst úr því að vera lítill hluti, eins og í gömlu bönkunum, í það að vera meginhluti hagnaðar og veltu bankans. Við vonum samt að markaðir fari hér meira af stað, og við vonum að það sé eitthvað að gerast í Kauphöllinni. Þegar við losnum við gjaldeyrishöftin fer fjárfestingabankastarfsemi og miðlun áfram af stað. Sá hluti bankans á eftir að vaxa, á meðan viðskiptabankahlutinn er frekar stabíll." Horfa má á viðtalið við Birnu í heild sinni hér á sjónvarpssíðu Vísis. Klinkið Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
"Ég setti mér þá reglu eftir að ég tók við þessu starfi að taka öllum svona hugmyndum vel," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um hugmyndir um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi í nýjasta þætti Klinksins. Slíkar hugmyndir hafa verið uppi víða um heim allt frá því bankakreppan hófst, en efnahags- og viðskiptaráðherra vakti nýverið máls á þeim möguleika hér á landi. "Ég ætla ekki að vera bankamaðurinn sem hlustaði ekki, svo við hlustum á það sem aðrir hafa að segja," segir Birna "Fjárfestingabankastarfsemi í íslensku bönkunum er mjög takmörkuð eins og staðan er í dag, en auðvitað er vert að skoða þetta eftir því sem hún vex." Sumir hafa hent að því gaman að íslensku bankarnir stundi nú fyrst og fremst viðskiptabankastarfsemi sem lýsa megi með 3-6-3 módelinu svokallaða; 3% innlánsvextir, 6% útlánsvextir og forstjórinn er mættur á golfvöllinn klukkan 3. "Ekki þetta með að mæta á golfvöllinn, ég get alveg sagt þér það," segir Birna spurð hvort Íslandsbanki starfi samkvæmt slíku módeli. "En auðvitað er stærsta starfsemi bankanna viðskiptabankastarfsemi. Hún hefur breyst úr því að vera lítill hluti, eins og í gömlu bönkunum, í það að vera meginhluti hagnaðar og veltu bankans. Við vonum samt að markaðir fari hér meira af stað, og við vonum að það sé eitthvað að gerast í Kauphöllinni. Þegar við losnum við gjaldeyrishöftin fer fjárfestingabankastarfsemi og miðlun áfram af stað. Sá hluti bankans á eftir að vaxa, á meðan viðskiptabankahlutinn er frekar stabíll." Horfa má á viðtalið við Birnu í heild sinni hér á sjónvarpssíðu Vísis.
Klinkið Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira