Birna Einars: Erfitt að koma peningum í vinnu í útlánum Hafsteinn Hauksson skrifar 21. nóvember 2011 09:30 Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka var sagt 28 prósent við síðasta hálfsársuppgjör bankans, en það er langt umfram 16 prósenta kröfu Fjármálaeftirlitsins og margfalt á við marga Evrópska banka. Það bendir í stuttu máli til að bankinn sé beinlínis að springa úr fé sem hann kemur ekki í vinnu. „Við höfum ekki haft leyfi til að greiða út arð, svo það hafa engar eðlilegar arðgreiðslur átt sér stað og hagnaðurinn bætist við eigið féð," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri bankans. Hún segir að bankinn hafi haft góða arðsemi eiginfjár undanfarin misseri, bæði vegna endurmats lánasafna upp á við og vegna rekstursins. „Þegar við erum að tala um arðsemi þessara banka, þá verðum við að hafa í huga að þetta eru mjög stór fyrirtæki. Þótt hagnaðurinn telji í milljörðum, þá verður hann að gera það ef við ætlum að sýna eðlilega arðsemi á það eigið fé sem okkur er treyst fyrir." Aðrir bankastjórar hafa talað um að þeir eigi nóg lausafé sem þeir vildu glaðir koma í útlán, en það gangi hins vegar erfiðlega. Birna tekur undir þetta. „Algjörlega. Við höfum oft nefnt það að það er mjög lítil eftirspurn eftir nýjum útlánum. Ein ástæðan fyrir því er sú að heimili og fyrirtæki eru mjög skuldsett, svo það er lítið rými fyrir viðbótarlánveitingum. Svo eru ýmis pólitísk áhrif; til dæmis hefur sjávarútvegurinn lítið fjárfest því það er óvissa þar í kring. Svo er kvartað undan litlum framkvæmdum, svo það er líka ástæðan." Sjá má viðtalið við Birnu í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka var sagt 28 prósent við síðasta hálfsársuppgjör bankans, en það er langt umfram 16 prósenta kröfu Fjármálaeftirlitsins og margfalt á við marga Evrópska banka. Það bendir í stuttu máli til að bankinn sé beinlínis að springa úr fé sem hann kemur ekki í vinnu. „Við höfum ekki haft leyfi til að greiða út arð, svo það hafa engar eðlilegar arðgreiðslur átt sér stað og hagnaðurinn bætist við eigið féð," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri bankans. Hún segir að bankinn hafi haft góða arðsemi eiginfjár undanfarin misseri, bæði vegna endurmats lánasafna upp á við og vegna rekstursins. „Þegar við erum að tala um arðsemi þessara banka, þá verðum við að hafa í huga að þetta eru mjög stór fyrirtæki. Þótt hagnaðurinn telji í milljörðum, þá verður hann að gera það ef við ætlum að sýna eðlilega arðsemi á það eigið fé sem okkur er treyst fyrir." Aðrir bankastjórar hafa talað um að þeir eigi nóg lausafé sem þeir vildu glaðir koma í útlán, en það gangi hins vegar erfiðlega. Birna tekur undir þetta. „Algjörlega. Við höfum oft nefnt það að það er mjög lítil eftirspurn eftir nýjum útlánum. Ein ástæðan fyrir því er sú að heimili og fyrirtæki eru mjög skuldsett, svo það er lítið rými fyrir viðbótarlánveitingum. Svo eru ýmis pólitísk áhrif; til dæmis hefur sjávarútvegurinn lítið fjárfest því það er óvissa þar í kring. Svo er kvartað undan litlum framkvæmdum, svo það er líka ástæðan." Sjá má viðtalið við Birnu í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira