Lagerbäck hefði viljað sleppa við eitt af sterkustu liðunum í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2011 20:15 Lars Lagerbäck. Mynd/Vilhelm Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, tjáði sig um leikjaniðurröðina í riðli Íslands í undankeppni HM 2014 en dregið var í dag. Fulltrúar þjóðanna komust ekki að niðurstöðu um röð leikjanna og því var dregið í töfluröð eins og venjan er þegar svo gerist. Þjálfari A landsliðs karla, Lars Lagerbäck, var viðstaddur fund um niðurröðun leikjanna ásamt formanni og framkvæmdastjóra KSÍ og tjáði sig um gang mála í viðtali á heimasíðu Knattspyrnusambandsins. „Ég er bara nokkuð sáttur. Ég hefði kannski viljað sleppa við eitt af sterkustu liðunum í fyrsta leik, en auðvitað þurfum við að spila við öll liðin hvort eð er, þannig að það skiptir kannski ekki það miklu máli í hvaða röð það er. Annars finnst mér bara ágætur taktur í þessu, þ.e. í röðun heima- og útileikja. Í leikjadagskránni eru margir tvíhöfðar, þ.e. tveir leikir í röð, sem ég held að henti vel, því það er gott að geta haft liðin saman í lengri tíma," sagði Lars Lagerbäck í viðtalinu. „Þessi fyrsti leikur í keppninni, á móti Noregi, er mjög áhugaverður, bæði vegna tengsla þessara þjóða og svo þeirrar staðreyndar að þau hafa mæst nokkuð oft á síðustu árum, alltaf spennandi leikir. Við þekkjum því norska liðið ágætlega og munum alltaf mæta þeim fullir sjálfstrausts, af fullum krafti, þetta verður hörkuleikur," sagði Lagerbäck sem ætlar að pressa á vináttulandsleiki. „Við þurfum að fá vináttulandsleiki gegn sterkum þjóðum, á öllum landsleikjadögum sem okkur standa til boða. Riðillinn finnst mér nokkuð jafn, og þó svo að Ísland sé í neðsta styrkleikaflokki tel ég að við getum unnið öll þessi lið á góðum degi, ef allir vinna að sama marki og standa saman, leikmenn, þjálfarar, starfslið, og stuðningsmenn. Þetta verður auðvitað erfitt, allir leikirnir verða erfiðir, en það er allt mögulegt í fótbolta," sagði Lagerbäck en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér. HM 2014 í Brasilíu Innlendar Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, tjáði sig um leikjaniðurröðina í riðli Íslands í undankeppni HM 2014 en dregið var í dag. Fulltrúar þjóðanna komust ekki að niðurstöðu um röð leikjanna og því var dregið í töfluröð eins og venjan er þegar svo gerist. Þjálfari A landsliðs karla, Lars Lagerbäck, var viðstaddur fund um niðurröðun leikjanna ásamt formanni og framkvæmdastjóra KSÍ og tjáði sig um gang mála í viðtali á heimasíðu Knattspyrnusambandsins. „Ég er bara nokkuð sáttur. Ég hefði kannski viljað sleppa við eitt af sterkustu liðunum í fyrsta leik, en auðvitað þurfum við að spila við öll liðin hvort eð er, þannig að það skiptir kannski ekki það miklu máli í hvaða röð það er. Annars finnst mér bara ágætur taktur í þessu, þ.e. í röðun heima- og útileikja. Í leikjadagskránni eru margir tvíhöfðar, þ.e. tveir leikir í röð, sem ég held að henti vel, því það er gott að geta haft liðin saman í lengri tíma," sagði Lars Lagerbäck í viðtalinu. „Þessi fyrsti leikur í keppninni, á móti Noregi, er mjög áhugaverður, bæði vegna tengsla þessara þjóða og svo þeirrar staðreyndar að þau hafa mæst nokkuð oft á síðustu árum, alltaf spennandi leikir. Við þekkjum því norska liðið ágætlega og munum alltaf mæta þeim fullir sjálfstrausts, af fullum krafti, þetta verður hörkuleikur," sagði Lagerbäck sem ætlar að pressa á vináttulandsleiki. „Við þurfum að fá vináttulandsleiki gegn sterkum þjóðum, á öllum landsleikjadögum sem okkur standa til boða. Riðillinn finnst mér nokkuð jafn, og þó svo að Ísland sé í neðsta styrkleikaflokki tel ég að við getum unnið öll þessi lið á góðum degi, ef allir vinna að sama marki og standa saman, leikmenn, þjálfarar, starfslið, og stuðningsmenn. Þetta verður auðvitað erfitt, allir leikirnir verða erfiðir, en það er allt mögulegt í fótbolta," sagði Lagerbäck en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.
HM 2014 í Brasilíu Innlendar Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti