Leitin að hafnaboltamanninum Wilson Ramos stendur enn yfir í Venesúela. Fjórir vopnaðir menn rændu leikmanninum heima hjá sér á miðvikudagskvöld.
Jeppinn sem Ramos var brottnuminn í fannst í gær en ekkert bólar á ræningjunum sem hafa þess utan ekki enn lagt fram kröfu um lausnargjald.
Lögreglan í Venesúela tekur málið afar alvarlega og leggur mikinn mannskap í að finna og bjarga þessum 24 ára hafnaboltamanni sem leikur með Washington Nationals.
"Við notum allan þann mannskap og öll þau úrræði sem við eigum í þetta mál," sagði yfirmaður lögreglunnar.
Á þremur hafnaboltaleikjum í Venesúela í gær var mínútuþögn fyrir leikina til stuðnings Ramos og fjölskyldu hans. Einnig mátti sjá marga með skilti í stúkunum þar sem stóð: "Frelsið Wilson Ramos."
Bíll ræningjanna fundinn

Mest lesið


„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn




Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn