Skýrr kaupir allt hlutafé í Thor Data Center Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. nóvember 2011 18:30 Skýrr, sem er orðið níunda stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndunum, hefur fest kaup á öllu hlutafé í gagnaverinu Thor Data Center af félagi í eigu Skúla Mogensen og fleirum. Forstjóri Skýrr sér mikla möguleika með sameiningu fyrirtækjanna. Hjá gagnaverinu Thor Data Center í Hafnarfirði hefur verið unnið frumkvöðlastarf í markaðssetningu á Íslandi sem umhverfisvænum valkosti fyrir viðskiptavini gagnavera en fyrirtækið nýtir einungis endurnýjanlega orku frá íslenskum gufuaflsvirkjunum. Fyrirtækið hefur tryggt sér 3,2 megawatta raforku frá HS Orku á Suðurnesjum og ákvæði eru í samningnum um allt að 19,2 megawött ef þörf krefur. Helsti viðskiptavinur Thor Data Center er norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software. Gestur Gestsson, forstjóri Skýrr, var gestur okkar í Klinkinu í dag. Þið eruð að kaupa hundrað prósent hlutafjár í Thor Data Center. Hvað eruð þið að borga mikið fyrir þetta? „Það er trúnaðarmál. Þetta á sér langa forsögu, en við höfum verið að skoða það í 20 mánuði eða svo, hvernig við getum farið inn í þennan gagnaversiðnað. Við sjáum mikil tækifæri í þessu fyrir okkur," segir Gestur. Að sögn Gests eru engar uppsagnir fyrirhugaðar vegna sameiningar Skýrr og Thor Data Center en hann segist sjá mikil tækifæri í nýtingu á söluneti Skýrr á Norðurlöndum til að afla nýrra viðskiptavina fyrir gagnaverið í Hafnarfirði. Þá segir hann umhverfið varðandi orkuna afar hagstætt gagnaverum, enda hafi forstjóri Landsvirkjunar lýst því yfir að fyrirtækið ætli sér að selja ákveðna hlutdeild í raforku í framtíðinni til fyrirtækja í þessum geira. Sjá Klinkið í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Skýrr, sem er orðið níunda stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndunum, hefur fest kaup á öllu hlutafé í gagnaverinu Thor Data Center af félagi í eigu Skúla Mogensen og fleirum. Forstjóri Skýrr sér mikla möguleika með sameiningu fyrirtækjanna. Hjá gagnaverinu Thor Data Center í Hafnarfirði hefur verið unnið frumkvöðlastarf í markaðssetningu á Íslandi sem umhverfisvænum valkosti fyrir viðskiptavini gagnavera en fyrirtækið nýtir einungis endurnýjanlega orku frá íslenskum gufuaflsvirkjunum. Fyrirtækið hefur tryggt sér 3,2 megawatta raforku frá HS Orku á Suðurnesjum og ákvæði eru í samningnum um allt að 19,2 megawött ef þörf krefur. Helsti viðskiptavinur Thor Data Center er norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software. Gestur Gestsson, forstjóri Skýrr, var gestur okkar í Klinkinu í dag. Þið eruð að kaupa hundrað prósent hlutafjár í Thor Data Center. Hvað eruð þið að borga mikið fyrir þetta? „Það er trúnaðarmál. Þetta á sér langa forsögu, en við höfum verið að skoða það í 20 mánuði eða svo, hvernig við getum farið inn í þennan gagnaversiðnað. Við sjáum mikil tækifæri í þessu fyrir okkur," segir Gestur. Að sögn Gests eru engar uppsagnir fyrirhugaðar vegna sameiningar Skýrr og Thor Data Center en hann segist sjá mikil tækifæri í nýtingu á söluneti Skýrr á Norðurlöndum til að afla nýrra viðskiptavina fyrir gagnaverið í Hafnarfirði. Þá segir hann umhverfið varðandi orkuna afar hagstætt gagnaverum, enda hafi forstjóri Landsvirkjunar lýst því yfir að fyrirtækið ætli sér að selja ákveðna hlutdeild í raforku í framtíðinni til fyrirtækja í þessum geira. Sjá Klinkið í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira