Höness búinn að missa þolinmæðina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2011 14:00 Nordic Photos / Getty Images Uli Höness, forseti Bayern München, er búinn að fá sig fullsaddann af þeim hópi stuðningsmanna liðsins sem gagnrýna markvörðinn Manuel Neuer við hvert tækifæri. Ákveðinn harðkjarnahópur stuðningsmanna liðsins var afar óánægður með að fá Neuer til liðs við félagið. Skiptir engu þótt hann sé einn besti markvörður heims og hefur staðið sig gríðarlega vel með Bayern síðan félagaskiptin gengu í gegn í sumar. Neuer er uppalinn leikmaður Schalke og var sjálfur oft að blanda geði við eldheita stuðiningsmenn liðsins, á meðan hann lék með félaginu. „Ég hef hugsað um þetta í nokkurn tíma," sagði Höness en hann fékk nóg eftir að púuað var á Neuer á ársfundi Bayern München í vikunni. Bayern tilkynnti þá að félagið hafi hagnast um 1,3 milljónir evra á síðasta rekstrarári. „Á ég bara að halda kjafti? Nei, ég get það ekki. Þeim sem finnst að það hafi verið rangt af að fá besta markvörð heims til Bayern München ættu bara að halda sér heima. Hann er ekki bara með góðar hendur heldur líka öflugan heila. Það hafa verið margir leikmenn hér í gegnum tíðina sem eru ekki jafn hæfileikaríkir og hann." Ársfundurinn var að öðru leyti jákvæður en þá var einnig tilkynnt að Christian Nerlinger verði áfram yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, til ársins 2014. Fjármálastjórinn Karl Hopfner var einnig ánægður. „Okkur tókst ekki að vinna neina titla á síðasta tímabili og svo er ríkjandi fjármálakrísa í heiminum. En okkur tókst samt sem áður að skila hagnaði, enn einu sinni." Neuer og félagar verða í eldlínunni í dag þegar að Bayern mætir Dortmund í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 17.30 og verður lýst beint á Vísi. Þýski boltinn Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira
Uli Höness, forseti Bayern München, er búinn að fá sig fullsaddann af þeim hópi stuðningsmanna liðsins sem gagnrýna markvörðinn Manuel Neuer við hvert tækifæri. Ákveðinn harðkjarnahópur stuðningsmanna liðsins var afar óánægður með að fá Neuer til liðs við félagið. Skiptir engu þótt hann sé einn besti markvörður heims og hefur staðið sig gríðarlega vel með Bayern síðan félagaskiptin gengu í gegn í sumar. Neuer er uppalinn leikmaður Schalke og var sjálfur oft að blanda geði við eldheita stuðiningsmenn liðsins, á meðan hann lék með félaginu. „Ég hef hugsað um þetta í nokkurn tíma," sagði Höness en hann fékk nóg eftir að púuað var á Neuer á ársfundi Bayern München í vikunni. Bayern tilkynnti þá að félagið hafi hagnast um 1,3 milljónir evra á síðasta rekstrarári. „Á ég bara að halda kjafti? Nei, ég get það ekki. Þeim sem finnst að það hafi verið rangt af að fá besta markvörð heims til Bayern München ættu bara að halda sér heima. Hann er ekki bara með góðar hendur heldur líka öflugan heila. Það hafa verið margir leikmenn hér í gegnum tíðina sem eru ekki jafn hæfileikaríkir og hann." Ársfundurinn var að öðru leyti jákvæður en þá var einnig tilkynnt að Christian Nerlinger verði áfram yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, til ársins 2014. Fjármálastjórinn Karl Hopfner var einnig ánægður. „Okkur tókst ekki að vinna neina titla á síðasta tímabili og svo er ríkjandi fjármálakrísa í heiminum. En okkur tókst samt sem áður að skila hagnaði, enn einu sinni." Neuer og félagar verða í eldlínunni í dag þegar að Bayern mætir Dortmund í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 17.30 og verður lýst beint á Vísi.
Þýski boltinn Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira