"Við getum ekkert lokað á þessar breytingar sem eru að verða í heiminum," segir Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors í nýjasta þætti Klinksins, um þá tilhneigingu sem gætir í menntakerfinu að amast við vefsíðum eins og Fésbókinni og öðrum slíkum.
Hún segir frekar eiga að taka slíkum framförum opnum örmum, en að loka á þær. Fyrirtæki hennar Mentor framleiðir einmitt upplýsingakerfi sem þúsund skólar um allan heim nota, en hún jánkar því að tækni eins og Fésbókin geti nýst betur en nú er við kennslu .
"Við verðum að læra að treysta fólki og byggja upp þannig menningu að tæknin er notuð í þeim tilgangi að læra."
"Í Svíþjóð eru nemendur farnir að stofna hópa á Fésbókinni og þeir bjóða kennaranum að vera með - við erum að tala um allt annað umhverfi."
Í myndskeiðinu með þessari frétt ræðir Vilborg um áhrif Fésbókarinnar á kennslu, en í Klinkinu lýsir hún framtíðarsýn sinni á tækniframfarir og menntakerfið.
Meðal þess sem hún spáir er að nemendur noti tölvurnar sífellt meira, prentað námsefni muni heyra sögunni til og tæknin verði notuð til að sníða námið að þörfum hvers og eins.
Vilborg í Mentor: Fésbókin getur nýst við nám
Hafsteinn Hauksson skrifar
Mest lesið

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent


Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent


KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti
Viðskipti innlent

Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs
Viðskipti innlent

Jón Guðni tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskipti innlent

Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti
Viðskipti innlent

Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent