Sport

Zlatan um slagsmálin við Onyewu: Drápum næstum því hvorn annan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaðurinn skrautlegi hjá AC Milan, lýsir því í nýútkominni sjálfsævisögu sinni að slagsmál hans og Bandaríkjamannsins Oguchi Onyewu, þáverandi liðsfélaga hans hjá Milan, hafi gengið ansi langt.

„Við Onyewu drápum næstum því hvorn annan,“ segir í ævisögunni sem kom nýverið út í Svíþjóð.

Þeir félagar slógust eftir að Zlatan hafði tæklað Onyewu ansi hressilega á æfingu liðsins í fyrra en sá síðarnefndi er nú á mála hjá Sporting Lissabon.

Lítið var gert úr atvikinu og sagði Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, að slagsmálin hafi verið ansi lífleg en ekkert meira.

Zlatan lýsir því einnig í bókinni að hann þurfi reglulega að þola niðrandi söngva stuðningsmanna á Ítalíu sem kalla hann sígauna, oft og ítrekað.

Ævisagan, Ég er Zlatan Ibrahimovic, hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu í Svíþjóð enda þessi þrítugi kappi búinn að upplifa ýmislegt á skrautlegum en farsælum ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×