Forráðamenn MLB-deildarinnar í hafnabolta glöddust þegar í ljós kom að fleiri fylgdust með leik fjögur í World Series á sunnudaginn en kvöldleiknum í NFL-deildinni.
Talsverð spenna er í úrslitaeinvíginu í hafnaboltanum en sama spenna var ekki upp á teningnum í NFL-leiknum þar sem New Orleans Sains pakkaði Indianapolis Colts saman, 62-7.
Áhorf á NFL-deildina í Bandaríkjunum er einstakt og því vekur það alltaf athygli ef annar viðburður skákar NFL í áhorfi.
Sérstaklega þá hafnabolti og ekki víst að slíkt muni gerast aftur í bráð.

