Pólskur karlmaður var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald nú skömmu fyrir hádegi en hann er grunaður um að hafa eiga þátt í ráni á úra- og skartgripaverslun Frank Michelsen á Laugavegi. Samverkamenn hans voru farnir úr landi innan við sólarhring eftir ránið en maðurinn átti að sjá um að koma þýfinu úr landi.
