"Við misstum tíma og stjórnvöld hafa klárlega spilað stóra rullu" Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. október 2011 19:00 Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að stjórnvöld hafi tapað dýrmætum tíma til að örva fjárfestingar á Íslandi að skapa skilyrði hagvaxtar. Þetta kemur fram í viðtali við Orra í nýjasta þættinum af Klinkinu, spjallþætti um viðskipti og efnahagsmál á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis. „Umhverfið hefur ekki verið vinsamlegt. Erlendir fjárfestar fá skömm í hattinn og eru vændir um að hafa eitthvað misjafnt í huga, eins og þegar Alcoa féll frá því að reyna að reisa verksmiðju fyrir norðan, þá fengu þeir skömm í hattinn fyrir að hafa ekki meint neitt með þessu þrátt fyrir að hafa eytt í á annan milljarð króna í undirbúning. Þá má nefna Magma-málið, málefni Kínverjans (Huang Nubo innsk.blm) og fleira," segir Orri. Orri segir að það sé göfugt markmið að viljia fá sem best verð fyrir orkuna, hins vegar sé eitt að selja orkuna á sem bestu verði og annað að selja hana bara alls ekki. „Aðalatriðið er að það skiptir ekki máli hvort þetta heitir álverksmiðja, eða kísilverksmiðja, eða hvað það er, heldur viljum við bara sjá hluti fara af stað. Við misstum ákveðinn tíma og stjórnvöld hafa klárlega spilað stóra rullu í þessu. Bæði með því að skapa óöryggi meðal fjárfesta um hvers konar reglur gilda hérna, og með reglum um sameiginlegt umhverfismat, bæði fyrir norðan og sunnan, sem hefur tafið mjög ferlið. Núna eru miklu verri fjármögnunarmöguleikar í heiminum heldur en árið 2009 þegar allt átti í að geta hrokkið af stað. Þannig að ég held að stjórnvöld geti alls ekki falið sig gagnvart þessu," segir Orri. Sjá má bút úr fréttinni þar sem Orri fjallar um fjárfestingar í atvinnulífinu hér fyrir ofan. Sjá má viðtalið við hann í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að stjórnvöld hafi tapað dýrmætum tíma til að örva fjárfestingar á Íslandi að skapa skilyrði hagvaxtar. Þetta kemur fram í viðtali við Orra í nýjasta þættinum af Klinkinu, spjallþætti um viðskipti og efnahagsmál á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis. „Umhverfið hefur ekki verið vinsamlegt. Erlendir fjárfestar fá skömm í hattinn og eru vændir um að hafa eitthvað misjafnt í huga, eins og þegar Alcoa féll frá því að reyna að reisa verksmiðju fyrir norðan, þá fengu þeir skömm í hattinn fyrir að hafa ekki meint neitt með þessu þrátt fyrir að hafa eytt í á annan milljarð króna í undirbúning. Þá má nefna Magma-málið, málefni Kínverjans (Huang Nubo innsk.blm) og fleira," segir Orri. Orri segir að það sé göfugt markmið að viljia fá sem best verð fyrir orkuna, hins vegar sé eitt að selja orkuna á sem bestu verði og annað að selja hana bara alls ekki. „Aðalatriðið er að það skiptir ekki máli hvort þetta heitir álverksmiðja, eða kísilverksmiðja, eða hvað það er, heldur viljum við bara sjá hluti fara af stað. Við misstum ákveðinn tíma og stjórnvöld hafa klárlega spilað stóra rullu í þessu. Bæði með því að skapa óöryggi meðal fjárfesta um hvers konar reglur gilda hérna, og með reglum um sameiginlegt umhverfismat, bæði fyrir norðan og sunnan, sem hefur tafið mjög ferlið. Núna eru miklu verri fjármögnunarmöguleikar í heiminum heldur en árið 2009 þegar allt átti í að geta hrokkið af stað. Þannig að ég held að stjórnvöld geti alls ekki falið sig gagnvart þessu," segir Orri. Sjá má bút úr fréttinni þar sem Orri fjallar um fjárfestingar í atvinnulífinu hér fyrir ofan. Sjá má viðtalið við hann í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira