Orri Hauksson: Menn of ragir að afnema höftin Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. október 2011 19:45 Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times og einn af leiðarahöfundum blaðsins, sagði á ráðstefnu VÍB í gær að það væri ekkert kappsmál endilega að aflétta höftunum strax. Talaði hann um 3-5 ára tímaramma í því samhengi. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að Wolf hafi mikla vigt, en menn megi ekki taka öllu sem útlendingar segja sem heilögum sannleik. „Það liggur mikil þekking hérna heima líka," segir Orri, sem var gestur í Klinkinu, spjallþætti okkar um viðskipti og efnahagsmál á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis. Hann segir að menn hafi verið of ragir að afnema höftin og hægt sé að ráðast í áhættulaust ferli sem meti hvort það sé raunveruleg þörf fyrir fjárfesta að rjúka út úr kerfinu með fjármagn sitt verði höftin afnumin. Hann segir að mikið sé rætt um svokallað „snjóhengju" þ.e að það skapist önnur gjaldeyriskreppa við afléttingu haftanna. „Það virðist (hins vegar) ekki mikil hætta og miðað við útboð Seðlabankans hingað til þá virðist áhugi (til staðar) og þessi aðþrengsli þessara krónueiganda virðast það lítil, að hættan virðist lítil. Þetta er hins vegar ekki vitað. Hvorki Martin Wolf, né Krugman, né ég eða einhver annar veit það með vissu. Þess vegna þarf að búa til áætlun sem laðar fram þessar upplýsingar á tiltölulega stuttum tíma svo hægt sé að fara í afléttingu vitandi hver þessi pressa er. Og þegar ég segi afléttingu þá er ég ekki að tala um að það eigi ekki að vera skilyrði til að koma í veg fyrir að við lendum í jafn dramatískum aðstæðum og við vorum í. Það að sveitarfélög séu að fjármagna sig með erlendum lánum er algjörlega fráleitt. Meira að segja Reykjavíkurborg er að tala um það núna. Það er hægt að setja mjög stíf skilyrði, eða varúðarreglur, (til að tryggja) að við förum ekki í sama opna ástand og var hérna þegar menn ráku videoleigur með tekjur í krónum en voru með skuldirnar sínar í einhverju allt öðru, " segir Orri. Sjá má bút úr Klinkinu þar sem Orri ræðir gjaldeyrishöftin hér fyrir ofan. Viðtalið við Orra í heild sinni má finna hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times og einn af leiðarahöfundum blaðsins, sagði á ráðstefnu VÍB í gær að það væri ekkert kappsmál endilega að aflétta höftunum strax. Talaði hann um 3-5 ára tímaramma í því samhengi. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að Wolf hafi mikla vigt, en menn megi ekki taka öllu sem útlendingar segja sem heilögum sannleik. „Það liggur mikil þekking hérna heima líka," segir Orri, sem var gestur í Klinkinu, spjallþætti okkar um viðskipti og efnahagsmál á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis. Hann segir að menn hafi verið of ragir að afnema höftin og hægt sé að ráðast í áhættulaust ferli sem meti hvort það sé raunveruleg þörf fyrir fjárfesta að rjúka út úr kerfinu með fjármagn sitt verði höftin afnumin. Hann segir að mikið sé rætt um svokallað „snjóhengju" þ.e að það skapist önnur gjaldeyriskreppa við afléttingu haftanna. „Það virðist (hins vegar) ekki mikil hætta og miðað við útboð Seðlabankans hingað til þá virðist áhugi (til staðar) og þessi aðþrengsli þessara krónueiganda virðast það lítil, að hættan virðist lítil. Þetta er hins vegar ekki vitað. Hvorki Martin Wolf, né Krugman, né ég eða einhver annar veit það með vissu. Þess vegna þarf að búa til áætlun sem laðar fram þessar upplýsingar á tiltölulega stuttum tíma svo hægt sé að fara í afléttingu vitandi hver þessi pressa er. Og þegar ég segi afléttingu þá er ég ekki að tala um að það eigi ekki að vera skilyrði til að koma í veg fyrir að við lendum í jafn dramatískum aðstæðum og við vorum í. Það að sveitarfélög séu að fjármagna sig með erlendum lánum er algjörlega fráleitt. Meira að segja Reykjavíkurborg er að tala um það núna. Það er hægt að setja mjög stíf skilyrði, eða varúðarreglur, (til að tryggja) að við förum ekki í sama opna ástand og var hérna þegar menn ráku videoleigur með tekjur í krónum en voru með skuldirnar sínar í einhverju allt öðru, " segir Orri. Sjá má bút úr Klinkinu þar sem Orri ræðir gjaldeyrishöftin hér fyrir ofan. Viðtalið við Orra í heild sinni má finna hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira