Gunnar Andrésson mun stýra liði Aftureldingar í síðasta sinn í N1 deild karla í handbolta á móti Gróttu á sunnudaginn kemur en Gunnar Andrésson óskaði eftir því að fá að láta af störfum vegna persónulegra ástæðna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Aftureldingu.
Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar óskaði eftir því að Gunnar myndi ekki hætta strax heldur stjórna liðinu í Gróttuleiknum og féllst Gunnar á það. Gunnar hefur þjálfað lið Aftureldingar í eitt og hálft ár.
Reynir Þór Reynisson mun taka við starfi Gunnars og hann stýrir liðinu í fyrsta sinn á móti Haukum í Mosfellsbænum í næstu viku.
Afturelding hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum í N1-deild karla þar á meðal með átta marka mun, 22-28, á móti HK um helgina.
Gunnar hættur með Aftureldingu og Reynir Þór tekur við
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn
Íslenski boltinn

Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United
Enski boltinn

Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti
Enski boltinn






Fleiri fréttir
