Gunnar Andrésson mun stýra liði Aftureldingar í síðasta sinn í N1 deild karla í handbolta á móti Gróttu á sunnudaginn kemur en Gunnar Andrésson óskaði eftir því að fá að láta af störfum vegna persónulegra ástæðna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Aftureldingu.
Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar óskaði eftir því að Gunnar myndi ekki hætta strax heldur stjórna liðinu í Gróttuleiknum og féllst Gunnar á það. Gunnar hefur þjálfað lið Aftureldingar í eitt og hálft ár.
Reynir Þór Reynisson mun taka við starfi Gunnars og hann stýrir liðinu í fyrsta sinn á móti Haukum í Mosfellsbænum í næstu viku.
Afturelding hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum í N1-deild karla þar á meðal með átta marka mun, 22-28, á móti HK um helgina.
Gunnar hættur með Aftureldingu og Reynir Þór tekur við
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn




Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti




Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn