Hinn umdeildi ítalski framherji, Antonio Cassano, hefur gefið það út að hann muni leggja skóna á hilluna eftir HM í Brasilíu árið 2014.
Cassano minnti rækilega á sig í gær er hann skoraði tvo af þremur mörkum Ítala í 3-0 sigri á Norður-Írlandi. Fyrir leikinn var hermt að ein heimskupör myndu enda landsliðsferil hans.
"Það er gaman að fá loksins klapp á bakið. Ég hef aðallega verið gagnrýndur í 13 ár og þess vegna er gott að lesa notaleg orð um sjálfan sig," sagði Cassano sem skoraði sex mörk í undankeppni EM og var markahæstur í ítalska liðinu.
"Mér líður vel og ég vil spila áfram með landsliðinu. Ég tel mig eiga þrjú ár eftir. Svo ætla ég að hætta. Eftir HM 2014 verð ég 33 ára og það er góður tími til að hætta."
Cassano hættir eftir HM 2014

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
