Forráðamenn Inter fóru ekki í neitt sérstakt jólaskap er þeir sáu framherjann sinn, Diego Forlan, meiðast í landsleik Úrúgvæ og Paragvæ á þriðjudag. Forlan skoraði í leiknum en varð síðan að fara af velli vegna meiðsla.
Framherjinn mun örugglega missa af leiknum gegn Catania um helgina en læknar Inter eiga eftir að skoða hann betur. Eftir þá skoðun kemur í ljós hversu lengi Forlan verður frá.
"Ég veit ekki hvað gerðist. Ég fékk allt í einu svakalegan verk í fótinn og varð að hætta. Nú bíð ég eftir úrskurði læknanna," sagði Forlan.
Forlan kom meiddur heim frá Úrúgvæ

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
