Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir komst í átta manna úrslit á alþjóðlega tékkneska mótinu í gær en hún féll úr leik í morgun þegar hún tapaði fyrir Sashina Vignes Waran frá Frakklandi.
Ragna tapaði í tveimur hrinum, 9-21 og 12-21. Waran er í 56. sæti heimslistans en Ragna er í 66. sæti.
Ragna tekur næst þátt í hollenska opna mótinu sem er frá 11. til 16. október. Það mót er gríðarlega sterkt, svokallað Grand Prix mót.
Næstu vikur mun Ragna taka þátt í nokkrum mótum á leið sinni til að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London næsta sumar.
Ragna tapaði fyrir franskri stelpu í Tékklandi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti


„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn




„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn
