Vistvæn hönnun og orkusparandi lausnir 6. október 2011 11:15 Verðlaunatillaga Henning Larsen stofunnar fyrir nýjar höfuðstöðvar Siemens. Í kvöld mun Signe Kongebro frá dönsku teiknistofunni Henning Larsen Architects í Kaupmannahöfn halda fyrirlestur í Norræna húsinu. Teiknistofan ætti að vera öllum Íslendingum kunn en hún kom meðal annars að hönnun Hörpu og Háskólans í Reykjavík. Fyrirlesturinn fjallar um sýn Henning Larsen stofunnar á vistvæna hönnun sem hún telur eigi að vera hluti af hönnunarferlinu frá upphafi. Fyrirlesarinn Signe Kongebro er arkitekt og meðeigandi í teiknistofunni. Hún er deildarstjóri fyrir sérstaka þróunardeild innan fyrirtækisins sem leggur áherslu á vistvæna nálgun og orkusparandi lausnir. Henning Larsen Architects er alþjóðlegasta teiknistofan í Danmörku. Stofan var stofnuð af Henning Larsen árið 1959. Í dag starfa þar um 157 manns. Teiknistofan hefur útibú og verkefni í meira en 20 löndum. Nýverið unnu þau alþjóðlega samkeppni um um nýjar höfuðstöðvar Siemens í München, þar sem gerðar voru mjög háar kröfur um ábyrga framtíðarafstöðu til auðlinda jarðar, en meðal annars verða úthliðar hússins hallandi þannig að birta sólar nýtist sem best. Fyrirlestur Signe er hluti af fyrirlestrarröðinni Ný norræn byggingarlist í Norræna húsinu. Hún hófst í síðustu viku þegar Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt hjá Basalt fjallaði um Sundlaugina á Hofsósi. Síðasti fyrirlesturinn er síðan á dagskrá 17. nóvember þegar Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu fjallar um Hörpu. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Í kvöld mun Signe Kongebro frá dönsku teiknistofunni Henning Larsen Architects í Kaupmannahöfn halda fyrirlestur í Norræna húsinu. Teiknistofan ætti að vera öllum Íslendingum kunn en hún kom meðal annars að hönnun Hörpu og Háskólans í Reykjavík. Fyrirlesturinn fjallar um sýn Henning Larsen stofunnar á vistvæna hönnun sem hún telur eigi að vera hluti af hönnunarferlinu frá upphafi. Fyrirlesarinn Signe Kongebro er arkitekt og meðeigandi í teiknistofunni. Hún er deildarstjóri fyrir sérstaka þróunardeild innan fyrirtækisins sem leggur áherslu á vistvæna nálgun og orkusparandi lausnir. Henning Larsen Architects er alþjóðlegasta teiknistofan í Danmörku. Stofan var stofnuð af Henning Larsen árið 1959. Í dag starfa þar um 157 manns. Teiknistofan hefur útibú og verkefni í meira en 20 löndum. Nýverið unnu þau alþjóðlega samkeppni um um nýjar höfuðstöðvar Siemens í München, þar sem gerðar voru mjög háar kröfur um ábyrga framtíðarafstöðu til auðlinda jarðar, en meðal annars verða úthliðar hússins hallandi þannig að birta sólar nýtist sem best. Fyrirlestur Signe er hluti af fyrirlestrarröðinni Ný norræn byggingarlist í Norræna húsinu. Hún hófst í síðustu viku þegar Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt hjá Basalt fjallaði um Sundlaugina á Hofsósi. Síðasti fyrirlesturinn er síðan á dagskrá 17. nóvember þegar Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu fjallar um Hörpu.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira