Einn eftirsóttasti leikmaðurinn í þýska boltanum er Mario Götze, leikmaður Dortmund. Fjölmörg félög vilja kaupa strákinn og þar á meðal er Bayern Munchen.
Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern, segir að það sé ekki eingöngu undir Dortmund komið hvar leikmaðurinn spili í framtíðinni.
Forráðamenn Dortmund segja það ekki koma til greina að selja leikmanninn til annars liðs í Þýskalandi.
"Þetta eru ótrúleg ummæli. Það koma þrír aðilar að málum er leikmaður skiptir um félag. Það á eftir að koma í ljós hvort Götze sé sammála þeim," sagði Rummenigge.
Hinn 19 ára Götze er samningsbundinn Dortmund til ársins 2014.

