Þrátt fyrir að vera með brákað rifbein og gat á lunga þá spilaði Tony Romo með Dallas Cowboys gegn Washington Redskins í mánudagsleik NFL-deildarinnar. Eiginkonan hans skipaði honum að spila.
"Ertu að grínast? Auðvitað spilar þú. Ég get ekki hugsað mér að eiga veikgeðja eiginmann sem hangir heima á sófanum," sagði brosandi Romo um orðin frá eiginkonunni eftir leikinn í gær sem Dallas vann, 18-16.
Romo átti ekkert sérstakan leik en þó ágætan miðað við ástandið sem hann var í. Romo og Kúrekarnir náðu ekki að skora eitt einasta snertimark í leiknum. Þeir unnu leikinn með sex vallarmörkum.
Til þess að spila fékk Romo tvær verkjastillandi sprautur. Romo gerði allt til þess að forðast árekstra og var iðulega fljótur að losa sig við boltann.
Þrátt fyrir fötlun sína í leiknum náði Romo að klára verkefnið í mikilvægum leik sem varð helst að vinnast.
Eiginkona Romo skipaði honum að spila
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn

Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn




Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn
