Það er mikið atvinnuleysi í Bandaríkjunum en það er verður ekki mikið atvinnuleysi í Indianapolis í kringum Super Bowl-leikinn. Borgaryfirvöld hafa nefnilega auglýst eftir 2.500 starfsmönnum til starfa á leiknum og í aðdraganda hans.
Vissulega eru þetta allt tímabundin störf en atvinnulausir í borginni ættu samt að gleðjast yfir því að fá að starfa við þennan stórviðburð.
Margir munu eingöngu vinna á leikdegi. Öryggisverðir munu fá 1.300 kr. á tímann en fólk í miðasölunni fær aðeins rúmar 1.000 kr. fyrir sína vinnu.
