Sjötta keppnisdegi Heimsmeistaramótsins i frjálsum í Daegu í Suður-Kóreu er lokið en úrslitin réðust í sex greinum í dag og þar á meðal var 400 metra grindarhlaup hjá bæði konum og körlum.
Heimsmeistarar dagsins komu frá fjórum þjóðum en Bandaríkjamenn unnu þrjá heimsmeistaratitla í dag. Heimsmeistarar dagsins voru eftirtaldir:
Ezekiel Kemboi frá Keníu í 3000 metra hindrunarhlaupi karla
Olha Saladukha frá Úkraínu í þrístökki kvenna
Jesse Williams frá Bandaríkjunum í hástökki karla
Jennifer Barringer Simpson frá Bandar. í 1500 metra hlaupi kvenna
Lashinda Demus frá Bandaríkjunum í 400 metra grindarhlaupi kvenna
David Greene frá Bretlandi í 400 metra grindarhlaupi karla
Vísir hefur tekið saman myndasafn af heimsmeisturum dagsins og fagnaðarlátum þeirra en myndirnar koma frá AP myndaþjónustunni. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
