„Þetta var algjört draumakvöld fyrir mig,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, í kvöld.
„Sigrarnir eru alltaf sætastir fyrir okkur markmennina þegar við náum að halda markinu hreinu. Það skemmir heldur ekki fyrir ef við náum að fá boltann í okkur nokkrum sinnum. Liðið átti sigurinn skilið í kvöld".
„Leikmennirnir lögðu sig allir gríðarlega mikið fram og börðust eins og ljón allan leikinn. Þetta var típískur sigur liðsheildarinnar. Þetta féll nokkuð vel fyrir mig í kvöld og virkilega gaman að verja boltann á ögurstundu.
Hannes: Draumakvöld fyrir mig
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið



Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti

Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR
Íslenski boltinn






Fleiri fréttir
