Tímabilið í NFL-deildinni hefst í kvöld með sannkölluðum stórleik liðanna sem hafa unnið Super Bowl síðustu tvö ár. Meistarar Green Bay Packers taka þá á móti New Orleans Saints.
Það er búist við miklu af báðum liðum í vetur og verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þessi stórleikur fer.
Líkt og í NBA-deildinni leit lengi vel út fyrir að ekkert yrði spilað í NFL-deildinni í vetur vegna deilna. Það tókst þó að leysa deilurnar í tíma.
Leikurinn í nótt verður í beinni útsendingu á ESPN America sem finna má á fjölvarpi Digital Íslands.
Tímabilið í NFL hefst á stórleik
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti


Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR
Íslenski boltinn






Bikarævintýri Fram heldur áfram
Íslenski boltinn