Bayer Leverkusen skellti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með 4-1 sigri á Augsburg. Þó er líklegt að liðið þurfi að láta toppsætið af hendi strax um helgina.
Nýliðar Augsburg byrjuðu reyndar vel og komust yfir með marki Hajime Hosogai á fimmtu mínútu en hann er reyndar í láni hjá félaginu frá Leverkusen.
Sidney Sam lagaði stöðuna aðeins mínutu síðar og Stefan Kiessling kom Leverkusen yfir á 23. mínútu.
Sam og Eren Deriyok skoruðu svo báðir fyrir Leverkusen í síðari hálfleik og tryggðu liðinu góðan sigur. Liðið er nú með tíu stig en þetta var fyrsti leikurinn í fimmtu umferð.
Bayern, Schalke og Werder Bremen eru öll með níu stig eftir fjóra leiki.
Leverkusen á toppinn í Þýskalandi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
