Hermann Unnarsson er úr leik á heimsmeistaramótinu í júdó sem fer nú fram í Bercy-höllinni í París. Hermann glímdi við úkraínskan kappa í morgun og tapaði.
Hermann keppir í -81 kg flokki og tapaði á stigum. Andstæðingur hans í morgun, Artem Vasylenko, vann á tveimur brögðum - Waza-ari og Yuko.
Einn annar íslenskur keppandi tekur þátt í mótinu - Þormóður Jónsson. Hann keppir á morgun og mætir Jake Andrewartha frá Ástralíu. Sá er í 24. sæti heimslistans en Þormóður er nokkru neðar á listanum.
Hermann úr leik á HM í júdó
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti




Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti