Kúbverjinn Dayron Robles hefur verið sviptur gullverðlaunum sínum í 110 metra grindahlaupi. Robles virtist snerta Kínverjann Liu Xiang þegar hann var í forystu og hefur nú verið refsað fyrir það.
Ákvörðunin þýðir að Bandaríkjamaðurinn Jason Richardson fær gullverðlaun, Xiang fær silfur og Englendingurinn Andy Turner náði í bronsverðlaun.
Kúbverjar eru allt annað en sáttir við ákvörðunina og hyggjast áfrýja úrskurðinum.

