Ítalska dagblaðið Gazetto dello Sport segir í dag að Manchester City hafi komist að samkomulagi við Inter um kaup á Wesley Sneijder fyrir 31 milljón punda.
Sneijder hefur verið sterklega oraður við hitt Manchester-liðið, United, í sumar og ítrekað sagður á leið þangað. Það hefur hins vegar ekkert orðið af því enn.
Fréttastofa Sky Sports hefur hins vegar eftir sínum heimildum að þetta sé rangt - City sé ekki búið að semja við Inter.
Sneijder lék í dag með Inter gegn AC Milan í ítalska ofurbikarnum en ítalska dagblaðið staðhæfði að eftir leikinn myndi Sneijder fljúga til Englands og skrifa undir samning við City.
Forráðamenn Inter hafa ítrekað sagt að félagið hafi ekki átt í viðræðum við neitt enskt félag um möguleg kaup á Sneijder.

