Le Pen gagnrýnir barnaskap Norðmanna 30. júlí 2011 16:42 Mynd/AP Jean-Marie Le Pen, sem hefur verið með umdeildari stjórnmálamönnum Evrópu um árabil, segir norsk stjórnvöld sek um barnaskap þegar kemur að innflytjendum og fjölmenningarstefnu. Stjórnvöld og almenningur hafa sofið á verðinum hvað þann málaflokk varðar og það er verra en árásir Anders Behring Breivik, að mati Le Pen. Le Pen, sem verið hefur í fararbroddi Franska þjóðarflokksins í áratugi, hefur fimm sinnum sóst eftir því að verða forseti en aldrei náð kjöri. Hann komst næst því árið 2002 þegar hann atti kappi við Jacques Chirac, sitjandi forseta, í seinni umferð frönsku forsetakosninganna. Dóttir hans Marine er nú leiðtogi og forsetaefnis flokksins, en næstu forstakosningar fara fram á næsta ári. Flokkurinn hefur verið þekktur fyrir harða stefnu í innflytjendamálum og hefur Le Pen sjálfur meðal annars verið að dæmdur fyrir ummæli í tengslum við Helförina. Le Pen birtir vikulega myndbandsupptökur á heimasíðu Franska þjóðarflokksins þar sem hann fer yfir málefni líðandi stundar. Þar gagnrýnir hann sem fyrr segir stjórnvöld og almenning í Noregi. Í samtali við Reuters-fréttaveituna í dag segist Le Pen ekki hafa verið að gera lítið úr voðaverkum Breiviks í Osló og Útey. Ljóst sé að þar sé á ferðinni afar sjúkur maður. Árásirnar sýni hins vegar að norsk stjórnvöld hafi ekki brugðist við hættunni sem fylgi innflytjendum og fjölmenningarstefnunni sem einkenni mörg ríki Evrópu. Í um 1500 blaðsíða stefnuyfirlýsingu sem Breivik stendi frá sér stuttu fyrir fjöldamorðin sem hann framdi í Osló og Útey gagnrýnir hann útbreiðslu múslima um Evrópu, en segir það sóun á orku og tíma að ráðast að múslimunum. Þess í stað þurfi að ráðast að rót vandans, sem að hans mati eru áhrifamenn sem gera múslimum kleift að dafna í álfunni. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Jean-Marie Le Pen, sem hefur verið með umdeildari stjórnmálamönnum Evrópu um árabil, segir norsk stjórnvöld sek um barnaskap þegar kemur að innflytjendum og fjölmenningarstefnu. Stjórnvöld og almenningur hafa sofið á verðinum hvað þann málaflokk varðar og það er verra en árásir Anders Behring Breivik, að mati Le Pen. Le Pen, sem verið hefur í fararbroddi Franska þjóðarflokksins í áratugi, hefur fimm sinnum sóst eftir því að verða forseti en aldrei náð kjöri. Hann komst næst því árið 2002 þegar hann atti kappi við Jacques Chirac, sitjandi forseta, í seinni umferð frönsku forsetakosninganna. Dóttir hans Marine er nú leiðtogi og forsetaefnis flokksins, en næstu forstakosningar fara fram á næsta ári. Flokkurinn hefur verið þekktur fyrir harða stefnu í innflytjendamálum og hefur Le Pen sjálfur meðal annars verið að dæmdur fyrir ummæli í tengslum við Helförina. Le Pen birtir vikulega myndbandsupptökur á heimasíðu Franska þjóðarflokksins þar sem hann fer yfir málefni líðandi stundar. Þar gagnrýnir hann sem fyrr segir stjórnvöld og almenning í Noregi. Í samtali við Reuters-fréttaveituna í dag segist Le Pen ekki hafa verið að gera lítið úr voðaverkum Breiviks í Osló og Útey. Ljóst sé að þar sé á ferðinni afar sjúkur maður. Árásirnar sýni hins vegar að norsk stjórnvöld hafi ekki brugðist við hættunni sem fylgi innflytjendum og fjölmenningarstefnunni sem einkenni mörg ríki Evrópu. Í um 1500 blaðsíða stefnuyfirlýsingu sem Breivik stendi frá sér stuttu fyrir fjöldamorðin sem hann framdi í Osló og Útey gagnrýnir hann útbreiðslu múslima um Evrópu, en segir það sóun á orku og tíma að ráðast að múslimunum. Þess í stað þurfi að ráðast að rót vandans, sem að hans mati eru áhrifamenn sem gera múslimum kleift að dafna í álfunni.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent