Philipp Lahm, fyrirliði Bayern Munchen, segir að leikmenn félagsins skilji ekki af hverju ákveðnir stuðningsmannahópar félagsins neiti að taka markvörðurinn Manuel Neuer í sátt.
Neuer kom til félagsins frá erkifjendunum í Schalke og það kunna fimm hópar, róttækra stuðningsmanna félagsins ekki að meta.
"Það botnar enginn í þessu. Það er vissulega hluti að baula á andstæðinginn en að ráðast á leikmann í eigin liði er glórulaust. Það á alltaf að styðja sitt lið," sagði Lahm.
Stuðningsmannahóparnir settu Neuer ákveðnar siðareglur. Ef markvörðurinn fer eftir þeim munu hóparnir láta hann í friði.
Í siðareglunum stendur að markvörðurinn megi ekki taka undir í sigurópum stuðningsmanna, hann má heldur ekki koma nálægt þeim stað þar sem þeir standa og þess utan má hann ekki kyssa merki félagsins á treyjunni.
Neuer má ekki kyssa merki Bayern
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti

Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
