Andri Berg til FH - miklar breytingar hjá Íslandsmeisturunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2011 14:15 Andri Berg svífur í gegnum vörnina í bláklæddum búningi Framara. Mynd/Anton Handboltakappinn Andri Berg Haraldsson er genginn í raðir Íslandsmeistara FH. Andri er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Fimleikafélagsins á undanförnum vikum en félagið hefur einnig misst lykilmenn í atvinnumennsku. Andri Berg, sem skrifaði undir þriggja ára samning, hefur leikið með Fram undanfarin ár. Hann þekkir þó vel til í Hafnarfirði en hann lék með FH á árum áður. Hann spilaði mestmegnis í stöðu vinstri skyttu á síðustu leiktíð en þykir ennfremur fastur fyrir í vörninni. Andri Berg er fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við FH á skömmum tíma. Hægri skyttan Ragnar Jóhannsson, markahæsti leikmaður N1-deildarinnar í fyrra, kom til liðsins frá Selfossi og Hjalti Þór Pálmason er kominn úr Gróttu. Þá er Daníel Hansson kominn úr Stjörnunni en hann spila í hægra horninu. Einar Andri Einarsson þjálfari Íslandsmeistaranna segist mjög ánægður með hópinn í augnablikinu. Hann reiknar með litlum breytingum á hópnum úr þessu. Óvíst sé þó hvenær Logi Geirsson verði klár í slaginn á nýjan leik eftir vélhjólaslysið sem hann lenti í á dögunum. „Hann var búinn að æfa frábærlega í sumar og kominn í líkamlegt stand eins og var þegar hann var upp á sitt besta. Búinn að leggja sig fram við að laga öxlina. Þetta er leiðinlegt bakslag fyrir hann,“ sagði Einar Andri. FH-ingar hafa misst máttarstólpa úr Íslandsmeistaraliði sínu undanfarnar vikur. Ásbjörn Friðriksson, Ólafur Guðmundsson og Sigurgeir Árni Ægisson eru farnir í atvinnumennsku. Þá er hornamaðurinn Benedikt Reynir Kristinsson farinn í Gróttu og markvörðurinn Sigurður Ólafsson í Val. Olís-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Sjá meira
Handboltakappinn Andri Berg Haraldsson er genginn í raðir Íslandsmeistara FH. Andri er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Fimleikafélagsins á undanförnum vikum en félagið hefur einnig misst lykilmenn í atvinnumennsku. Andri Berg, sem skrifaði undir þriggja ára samning, hefur leikið með Fram undanfarin ár. Hann þekkir þó vel til í Hafnarfirði en hann lék með FH á árum áður. Hann spilaði mestmegnis í stöðu vinstri skyttu á síðustu leiktíð en þykir ennfremur fastur fyrir í vörninni. Andri Berg er fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við FH á skömmum tíma. Hægri skyttan Ragnar Jóhannsson, markahæsti leikmaður N1-deildarinnar í fyrra, kom til liðsins frá Selfossi og Hjalti Þór Pálmason er kominn úr Gróttu. Þá er Daníel Hansson kominn úr Stjörnunni en hann spila í hægra horninu. Einar Andri Einarsson þjálfari Íslandsmeistaranna segist mjög ánægður með hópinn í augnablikinu. Hann reiknar með litlum breytingum á hópnum úr þessu. Óvíst sé þó hvenær Logi Geirsson verði klár í slaginn á nýjan leik eftir vélhjólaslysið sem hann lenti í á dögunum. „Hann var búinn að æfa frábærlega í sumar og kominn í líkamlegt stand eins og var þegar hann var upp á sitt besta. Búinn að leggja sig fram við að laga öxlina. Þetta er leiðinlegt bakslag fyrir hann,“ sagði Einar Andri. FH-ingar hafa misst máttarstólpa úr Íslandsmeistaraliði sínu undanfarnar vikur. Ásbjörn Friðriksson, Ólafur Guðmundsson og Sigurgeir Árni Ægisson eru farnir í atvinnumennsku. Þá er hornamaðurinn Benedikt Reynir Kristinsson farinn í Gróttu og markvörðurinn Sigurður Ólafsson í Val.
Olís-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Sjá meira