Forráðamenn þýska fótboltaliðsins Werder Bremen hafa bannað leikmönnum liðsins að fá sér húðflúr á meðan keppnistímabilið stendur yfir. Að mati félagsins eiga leikmenn liðsnis ekki að standa í slíkum aðgerðum á meðan þeir eru í vinnunni og geta þeir aðeins skreytt líkama sinn á meðan þeir eru í sumarfríi.
Þjálfarateymi Bremen vill að leikmenn liðsins einbeiti sér að fótboltanum á næstu leiktíð og taki ekki þá áhættu að að missa af æfingum og jafnvel leikjum vegna húðflúra.
Eljero Elia, 24 ára gamall framherji hjá Hamborg, missti af nokkrum leikjum liðsins á síðustu leiktíð vegna sýkingar sem hann fékk í nýtt húðflúr. Forráðamenn Bremen vilja ekki lenda í slíkum hremmingum og hafa bannað allar slíkar kúnstir á meðan keppnistímabilið stendur yfir.
Leikmenn mega ekki fá sér húðflúr á keppnistímabilinu
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið



Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn







Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn