Djokovic efstur á heimslistanum - tímabundið segir Nadal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2011 09:39 Djokovic vann sinn fyrsta Wimbledon-titil um helgina Nordic Photos/AFP Serbinn Novak Djokovic sem sigraði á Wimbledon-mótinu í tennis er kominn í efsta sæti heimslistans í fyrsta skipti. Hann segir sigurinn á Wimbledon besta dag ferilsins. Nadal segir Djokovic í fantaformi en að enginn geti spilað svo vel að eilífu. Spánverjinn Rafael Nadal hefur setið í efsta sæti listans í rúmt ár en tíma hans á toppnum er lokið í bili í það minnsta. Hér má sjá nýútgefinn heimslista í tennis. Djokovic hefur haft nokkuð gott tak á Nadal undanfarið en hann hafði sigrað Spánverjann í síðustu fjórum viðureignum þeirra. Djokovic sagði við fjölmiðla að það hefði gefið honum sálfræðilegt forskot í úrslitaleiknum í gær. „Ég pældi svolítið í því. Ég hugsaði til sigurleikjanna og reyndi að spila á sama hátt, vera ákveðinn, nýta færin og ekki gefa honum færi á því að stjórna leiknum," sagði Djokovic. Nadal sem sem hefur unnið Wimbledon tvívegis og átti titil að verja sagðist hafa verið yfirspilaður á mikilvægum augnablikum. „Það sem skiptir mestu máli í leikjum sem þessum er að spila vel á mikilvægum augnablikum. Það eru nokkur stig sem breyta leikjum og mér tókst ekki að vinna þau," sagði Nadal. Nadal segist þó ekki hafa trú á því að Djokovic nái að halda uppteknum hætti. Serbinn hefur verið óstöðvandi það sem af er ári og aðeins tapað einum leik. „Mín reynsla er sú að það sé ekki hægt að halda svona miklum gæðum í leik þínum til lengdar. Jafnvel þegar ég vann þrjú risamót á síðasta ári vissi ég að þetta myndi taka enda. Spilamennska eins og Novak sýndi í dag varir ekki að eiífu. Ég held áfram að berjast og býð færis. Svoleiðis er íþróttin. Síðustu fimm skipti gengu ekki vel hjá mér. En ég held áfram að bíða og reyni að vinna næsta leik okkar. Takist það ekki, reyni ég að vinna þann sjöunda. Og þann áttunda. Svoleiðis verður þetta. Svona er þessi íþrótt," sagði Spánverjinn við blaðamenn að leik loknum í gær. Erlendar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sjá meira
Serbinn Novak Djokovic sem sigraði á Wimbledon-mótinu í tennis er kominn í efsta sæti heimslistans í fyrsta skipti. Hann segir sigurinn á Wimbledon besta dag ferilsins. Nadal segir Djokovic í fantaformi en að enginn geti spilað svo vel að eilífu. Spánverjinn Rafael Nadal hefur setið í efsta sæti listans í rúmt ár en tíma hans á toppnum er lokið í bili í það minnsta. Hér má sjá nýútgefinn heimslista í tennis. Djokovic hefur haft nokkuð gott tak á Nadal undanfarið en hann hafði sigrað Spánverjann í síðustu fjórum viðureignum þeirra. Djokovic sagði við fjölmiðla að það hefði gefið honum sálfræðilegt forskot í úrslitaleiknum í gær. „Ég pældi svolítið í því. Ég hugsaði til sigurleikjanna og reyndi að spila á sama hátt, vera ákveðinn, nýta færin og ekki gefa honum færi á því að stjórna leiknum," sagði Djokovic. Nadal sem sem hefur unnið Wimbledon tvívegis og átti titil að verja sagðist hafa verið yfirspilaður á mikilvægum augnablikum. „Það sem skiptir mestu máli í leikjum sem þessum er að spila vel á mikilvægum augnablikum. Það eru nokkur stig sem breyta leikjum og mér tókst ekki að vinna þau," sagði Nadal. Nadal segist þó ekki hafa trú á því að Djokovic nái að halda uppteknum hætti. Serbinn hefur verið óstöðvandi það sem af er ári og aðeins tapað einum leik. „Mín reynsla er sú að það sé ekki hægt að halda svona miklum gæðum í leik þínum til lengdar. Jafnvel þegar ég vann þrjú risamót á síðasta ári vissi ég að þetta myndi taka enda. Spilamennska eins og Novak sýndi í dag varir ekki að eiífu. Ég held áfram að berjast og býð færis. Svoleiðis er íþróttin. Síðustu fimm skipti gengu ekki vel hjá mér. En ég held áfram að bíða og reyni að vinna næsta leik okkar. Takist það ekki, reyni ég að vinna þann sjöunda. Og þann áttunda. Svoleiðis verður þetta. Svona er þessi íþrótt," sagði Spánverjinn við blaðamenn að leik loknum í gær.
Erlendar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sjá meira