Bosníumaðurinn Hasan Salihamidzic er genginn til liðs við þýska félagið Wolfsburg. Salihamidzic kemur til liðsins á frjálsri sölu en samningur hans við Juventus var ekki endurnýjaður.
Salihamidzic spilaði á sínum tíma með Bayern München og vann til fjölda titla með félaginu. Deildin vannst sex sinnum, bikarinn fjórum sinnum auk sigurs í Meistaradeild Evrópu árið 2001.
Þjálfari Wolfsburg er Felix Magath sem hefur komið víða við á löngum þjálfaraferli.
„Brazzo er leikmaður sem hefur spilað knattspyrnu í hæsta gæðaflokki og leyst af hendi ýmsar stöður á ferli sínum," sagði Magath við þýska fjölmiðla um nýjasta leikmann félagsins.
