Fótbolti

Roma semur við eina skærustu stjörnu Argentínu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lamela í landsliðsbúningi Argentínu
Lamela í landsliðsbúningi Argentínu Nordic Photos/AFP
Ítalska félagið AS Roma hefur gengið frá kaupum á argentínska táningnum Erik Lamela frá River Plate í Argentínu. Talið er að kaupverðið sé um 12 milljónir evra eða sem nemur tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna.

River Plate féll á dögunum úr efstu deild í argentínska boltanum. Daniel Passarella forseti félagsins og fyrrum landsliðsfyrirliði Argentínu staðfesti þetta í dag.

„Lamela er orðinn leikmaður Roma. Það eina sem á eftir að gera er að skrá samninginn hjá knattspyrnusambandinu, sagði Passarella.

Lamela sem er 19 ára hefur nú þegar tilkynnt stuðningsmönnum sínum um félagaskiptin á Twitter síðu sinni. Lamela er hávaxinn örvfættur leikmaður sem þykir glæsilegur á velli. Barcelona hefur fylgst náið með honum enda hafa þeir góða reynslu af örvfættum argentínskum leikmönnum.

Roma spilar í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Nýráðinn þjálfari félagsins er Spánverjinn Luis Enrique.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×