Efnilegasti knattspyrnumaður Japan, Takashi Usami, er búinn að skrifa undir samning við FC Bayern. Hann kemur til þýska liðsins frá Gamba Osaka í heimalandinu.
Þetta er 19 ára framherji sem segist ætla að verða hinn nýi Arjen Robben.
"Mér finnst leiðinlegt að yfirgefa Gamba á miðju tímabili en maður fær ekki svona tækifæri á hverjum degi. Ég ákvað að taka þessari stóru áskorun og ég trúi því varla enn að þetta sé að gerast," sagði Usami.
"Ég mun læra mikið af leikmönnum eins og Robben og Franck Ribery. Ég get ekki beðið eftir að reyna mig á nýjum stað."
FC Bayern kaupir efnilegan Japana
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti


Víðir og Reynir ekki í eina sæng
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
