Hætt við mótshald í Barein 10. júní 2011 13:47 Barein búar hafa tekið vel á móti Formúlu 1 köppum og Sebastian Vettel er hér á mótssvæðinu í fyrra. Mynd: Getty Images/Vladimir Rys Mótshaldarar í Barein hafa hætt við að halda Formúlu 1 mót, en FIA tilkynnti í síðustu viku á mót yrði í Barein 30. október. En í frétt á autosport.com í dag segir að mótið muni ekki fara fram samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum mótins. Upphaflega átti mótið að fara fram 13. mars, en var frestað vegna pólitísks ástands í landinu. Barein mótið var síðan í síðustu viku sett á dagskrá á ný af FIA á dagsetningu sem mót í Indlandi hafði áður verið sett á og átti að færa mótið í Indlandi til 11. desember. Forsvarsmenn keppnisliða kvörtuðu formlega yfir breytingunni, bæði vegna skipulagsmála varðandi ferðir og kostnað og einnig voru menn ósáttir að keppa 11.desember. Zayed R. Alzayani, einn af yfirmönnum á Barein brautinni sagði að í ljósi þess að keppnisliðin væru óánægð með breytingar á mótaskránni þá væri lítils að halda mót sem skapaði vandmál fyrir keppendur. „Barein hefur engan áhuga á að skipuleggja mót sem lengir keppnistímabilið og skemmir fyrir því að ökumenn, lið eða stuðningsmenn njóti Formúlu 1. Við viljum að hlutverk okkar í Formúlu 1 sé byggt á jákvæðni og sé uppbyggilegt sem fyrr. Þess vegna teljum við að það sé íþróttinni fyrir bestu að fylgja því ekki eftir að mótið verði á dagskrá á þessu ári", sagði Alzayani m.a. í fréttatilkynningu. Hann sagðist hlakka til að bjóða mönnum til keppni í Barein á næsta ári og þakkaði þeim sem hafa komið að málinu fyrir stuðning og skilning. Formúla Íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mótshaldarar í Barein hafa hætt við að halda Formúlu 1 mót, en FIA tilkynnti í síðustu viku á mót yrði í Barein 30. október. En í frétt á autosport.com í dag segir að mótið muni ekki fara fram samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum mótins. Upphaflega átti mótið að fara fram 13. mars, en var frestað vegna pólitísks ástands í landinu. Barein mótið var síðan í síðustu viku sett á dagskrá á ný af FIA á dagsetningu sem mót í Indlandi hafði áður verið sett á og átti að færa mótið í Indlandi til 11. desember. Forsvarsmenn keppnisliða kvörtuðu formlega yfir breytingunni, bæði vegna skipulagsmála varðandi ferðir og kostnað og einnig voru menn ósáttir að keppa 11.desember. Zayed R. Alzayani, einn af yfirmönnum á Barein brautinni sagði að í ljósi þess að keppnisliðin væru óánægð með breytingar á mótaskránni þá væri lítils að halda mót sem skapaði vandmál fyrir keppendur. „Barein hefur engan áhuga á að skipuleggja mót sem lengir keppnistímabilið og skemmir fyrir því að ökumenn, lið eða stuðningsmenn njóti Formúlu 1. Við viljum að hlutverk okkar í Formúlu 1 sé byggt á jákvæðni og sé uppbyggilegt sem fyrr. Þess vegna teljum við að það sé íþróttinni fyrir bestu að fylgja því ekki eftir að mótið verði á dagskrá á þessu ári", sagði Alzayani m.a. í fréttatilkynningu. Hann sagðist hlakka til að bjóða mönnum til keppni í Barein á næsta ári og þakkaði þeim sem hafa komið að málinu fyrir stuðning og skilning.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira