Valdimar Guðmundsson, forsprakki hljómsveitarinnar er heitir hans nafni, verður gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó á sunnudaginn næstkomandi.
Valdimar gaf út fyrstu breiðskífu sína Undraland síðasta vetur en platan var ein óvæntasta metsöluplatan fyrir síðustu jól. Lög af henni hafa svo haldið áfram að óma í útvarpi það sem liðið er af þessu ári og Valdimar óvænt orðin með vinsælli sveitum landsins fyrir þetta sumar.
Valdimar mætir í liðinn "Selebb shuffle" þar sem þekktir einstaklingar mæta með mp3 safnið sitt, tengja í samband og setja á shuffle. Hver og einn verður svo að bera ábyrgð á því sem kemur og gera grein fyrir.
Valdimar hefur um nóg að snúast fram eftir sumri hvað spilamennsku varðar en sögusagnir um nýjar lagasmíðar hafa verið á kreiki.
Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
