Trommari Sykurmolanna: Cyndi Lauper átti nokkuð góð lög 13. júní 2011 15:45 Sigtryggur var trommuleikari Sykurmolanna. Hann fór ekki á tónleika Cyndi Lauper í Hörpu í gær. Mynd/GVA „Hún átti nú nokkuð góð lög, kerlingin. Ég hlustaði nú samt ekki mikið á hana á sínum tíma. Ekki það að ég sé svo mikill hrokagikkur. Ég hafði bara önnur áhugamál," segir trommuleikarinn og tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson um bandarísku söngkonuna Cyndi Lauper, sem hélt fyrstu tónleikana á Evróputúr sínum í Hörpu í gærkvöld. Í viðtali við Fréttablaðið segist hún hafa dýrkað Sykurmolana. „Ég veit að landið er mjög fallegt og hef heyrt margar sögur af eldfjöllum og risastórum jöklum. Svo er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum, Sykurmolarnir, frá Íslandi. Ég dýrkaði þá hljómsveit þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið og ég er enn á þeirri skoðun að Björk sé snillingur," segir söngkonan.„Girls Just Want to Have Fun er auðvitað klassík" Sigtryggur hafði ekki heyrt af aðdáun Cyndi þegar fréttamaður náði tali af honum. „Hún var auðvitað mikill og flottur performer. Ég lá meira í einhverju öðru og hlustaði mikið á tónlist frá Afríku og Suður-Ameríku aðallega. Ég var ekki mikið að hlusta á breska og bandaríska tónlist. Það er bara staðreynd málsins en Girls Just Want to Have Fun er auðvitað klassík."Sykurmolarnir á tónleikum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992. Mynd/GVASpurður hvort aðdáun söngkonunnar komi honum á óvart svarar Sigtryggur: „Já og nei. Ég spái aldrei í svona hluti í rauninni en það er bara gaman til þess að hugsa að Sykurmolarnir hafi haft áhrif á umhverfi sitt. Það stendur eiginlega upp úr og það er heiður og ánægja." Sigtryggur var ekki á tónleikunum í Hörpu og segir slíkt aldrei hafa staðið til. „Ég var að spila í Prag og Bergen á föstudag og laugardag með FM Belfast og Hjálmum. Þetta var tilfallandi en við vorum að safna efni. Við höfum verið að safna efni af íslenskum hljómsveitum að spila vítt og breitt.“ Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Hún átti nú nokkuð góð lög, kerlingin. Ég hlustaði nú samt ekki mikið á hana á sínum tíma. Ekki það að ég sé svo mikill hrokagikkur. Ég hafði bara önnur áhugamál," segir trommuleikarinn og tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson um bandarísku söngkonuna Cyndi Lauper, sem hélt fyrstu tónleikana á Evróputúr sínum í Hörpu í gærkvöld. Í viðtali við Fréttablaðið segist hún hafa dýrkað Sykurmolana. „Ég veit að landið er mjög fallegt og hef heyrt margar sögur af eldfjöllum og risastórum jöklum. Svo er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum, Sykurmolarnir, frá Íslandi. Ég dýrkaði þá hljómsveit þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið og ég er enn á þeirri skoðun að Björk sé snillingur," segir söngkonan.„Girls Just Want to Have Fun er auðvitað klassík" Sigtryggur hafði ekki heyrt af aðdáun Cyndi þegar fréttamaður náði tali af honum. „Hún var auðvitað mikill og flottur performer. Ég lá meira í einhverju öðru og hlustaði mikið á tónlist frá Afríku og Suður-Ameríku aðallega. Ég var ekki mikið að hlusta á breska og bandaríska tónlist. Það er bara staðreynd málsins en Girls Just Want to Have Fun er auðvitað klassík."Sykurmolarnir á tónleikum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992. Mynd/GVASpurður hvort aðdáun söngkonunnar komi honum á óvart svarar Sigtryggur: „Já og nei. Ég spái aldrei í svona hluti í rauninni en það er bara gaman til þess að hugsa að Sykurmolarnir hafi haft áhrif á umhverfi sitt. Það stendur eiginlega upp úr og það er heiður og ánægja." Sigtryggur var ekki á tónleikunum í Hörpu og segir slíkt aldrei hafa staðið til. „Ég var að spila í Prag og Bergen á föstudag og laugardag með FM Belfast og Hjálmum. Þetta var tilfallandi en við vorum að safna efni. Við höfum verið að safna efni af íslenskum hljómsveitum að spila vítt og breitt.“
Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira