Sebastian Alexanderson í Fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2011 09:15 Sebastian gengur frá samningnum við Fram. Mynd/Fram.is Markvörðurinn Sebastian Alexanderson hefur samið við handknattleiksdeild Fram um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Sebastian, sem verður 42 ára í haust, hefur undanfarin ár þjálfað og leikið með Selfossi. Sebastian þekkir vel til í Safamýrinni. Hann lék með liði Fram á árunum 1998-2004. Í fréttatilkynningu frá Fram segir að um leið og félagið hafi komist á snoðir um að Sebastian vildi leika eitt tímabil til viðbótar hafi verið haft samband við hann. Þá setja Framarar félagsskiptin í samhengi við fréttir af sænsku markmannskempunni Tomas Svensson sem nýverið gekk frá samningi við Rhein-Neckar Löwen. Fréttatilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Fréttatilkynningin frá FramBasti í Safamýrina Handknattleiksdeild Fram hefur samið við Basta, fullu nafni Sebastian Alexandersson, um að leika með félaginu á komandi leiktíð. Basti er öllum hnútum kunnugur í Safamýrinni en þessi sanni keppnismaður gekk til liðs við Fram 1998 frá Aftureldingu en þá um vorið var ljóst að Reynir Þór Reynisson hyrfi á braut. Fram tefldi fram einu besta markmannspari landsins í Basta og Magnúsi Gunnari Erlendssyni á árunum 1998-2004. Basti hefur unnið ötullega að uppbyggingu afreksstarfs yngri leikmanna á Selfossi undanfarin ár samhliða þjálfun meistaraflokks karla. Lið Selfoss háði hetjulega baráttu fyrir sæti sínu í deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Basti tók fram skóna s.l. febrúar og fór mikinn á milli stanganna. Hann varði eins og berserkur og liðið halaði inn stigum undir lok mótsins. Liðið, sem var nýliði í deildinni, féll með minnsta mun eftir að hafa lent með marga menn í meiðslum á leiktíðinni. Eftir að stjórn handknattleiksdeildar Fram komst að því að Basti hefði hugsanlega áhuga á að taka eitt tímabil af krafti sem leikmaður í efstu deild var strax haft samband við hann um að endurnýja kynnin. Basti verður 42 ára í haust og er á besta aldri. Hann er einu og hálfi ári yngri kollegri hans, Tomas Svenson frá Eskilstuna, sem er gekk frá samning við Rhein-Neckar Löwen fyrr í mánuðinum. Það vita ekki allir að Basti og Tomas hafa mæst á handboltavellinum. Leiktíðina 1993-1994 lék Basti með ÍR en haustið 1993 tóku Breiðhiltingar þátt í Evrópukeppni í fyrsta og eina skiptið. Í fyrstu umferð sló ÍR út danska liðið Virum og átti Basti stórleik í íþróttahúsi Seljaskóla. Í annarri umferð var förinni heitið til Baskalands á norður Spáni til að etja kappi við Bidasoa en báðir leikirnir fóru fram ytra. Íþróttahöll Bidasoa er gefin upp fyrir 2200 áhorfendur en þegar flautað var til leiks í fyrri viðureign liðana voru mun fleiri í höllinni. Stemmingin var mögnuð, andrúmsloftið rafmagnað og áhorfendur tóku strax eftir einbeittum markverði ÍR sem fór mikinn í upphitun. ÍR-ingar komust í 3-1 en svo fór að halla undan fæti. Þetta haustkvöld í Baskalandi varði Tomas eitthvað fleiri bolta en Basti. Leiknum lauk þannig að Bidasoa gerði 28 mörk gegn 11, mjög góðum, ÍR mörkum. Eitthvað færri áhorfendur mættu til að sjá síðari viðureign liðanna daginn eftir. Eins og svo oft áður á ferli Basta þá barðist hann til síðustu mínútu og stóð fyrir sínu. Það er aldrei að vita nema Basti og Tomas mætist aftur á handboltavellinum innan tíðar enda nýbúnir að gera nýja samninga við félög sem stefna á titla. Það er stjórn handknattleiksdeildar Fram sönn ánægja að geta boðið Frömurum upp á Sebastian Alexandersson á milli Fram-stanganna á komandi leiktíð. Stjórnin er þakklát fyrir að Basti vilji enda sinn feril sem leikmaður hjá Fram og bindur vonir við að hann nái að miðla reynslu sinni til yngri leikmanna félagsins. Handknattleiksdeild Fram Olís-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Markvörðurinn Sebastian Alexanderson hefur samið við handknattleiksdeild Fram um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Sebastian, sem verður 42 ára í haust, hefur undanfarin ár þjálfað og leikið með Selfossi. Sebastian þekkir vel til í Safamýrinni. Hann lék með liði Fram á árunum 1998-2004. Í fréttatilkynningu frá Fram segir að um leið og félagið hafi komist á snoðir um að Sebastian vildi leika eitt tímabil til viðbótar hafi verið haft samband við hann. Þá setja Framarar félagsskiptin í samhengi við fréttir af sænsku markmannskempunni Tomas Svensson sem nýverið gekk frá samningi við Rhein-Neckar Löwen. Fréttatilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Fréttatilkynningin frá FramBasti í Safamýrina Handknattleiksdeild Fram hefur samið við Basta, fullu nafni Sebastian Alexandersson, um að leika með félaginu á komandi leiktíð. Basti er öllum hnútum kunnugur í Safamýrinni en þessi sanni keppnismaður gekk til liðs við Fram 1998 frá Aftureldingu en þá um vorið var ljóst að Reynir Þór Reynisson hyrfi á braut. Fram tefldi fram einu besta markmannspari landsins í Basta og Magnúsi Gunnari Erlendssyni á árunum 1998-2004. Basti hefur unnið ötullega að uppbyggingu afreksstarfs yngri leikmanna á Selfossi undanfarin ár samhliða þjálfun meistaraflokks karla. Lið Selfoss háði hetjulega baráttu fyrir sæti sínu í deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Basti tók fram skóna s.l. febrúar og fór mikinn á milli stanganna. Hann varði eins og berserkur og liðið halaði inn stigum undir lok mótsins. Liðið, sem var nýliði í deildinni, féll með minnsta mun eftir að hafa lent með marga menn í meiðslum á leiktíðinni. Eftir að stjórn handknattleiksdeildar Fram komst að því að Basti hefði hugsanlega áhuga á að taka eitt tímabil af krafti sem leikmaður í efstu deild var strax haft samband við hann um að endurnýja kynnin. Basti verður 42 ára í haust og er á besta aldri. Hann er einu og hálfi ári yngri kollegri hans, Tomas Svenson frá Eskilstuna, sem er gekk frá samning við Rhein-Neckar Löwen fyrr í mánuðinum. Það vita ekki allir að Basti og Tomas hafa mæst á handboltavellinum. Leiktíðina 1993-1994 lék Basti með ÍR en haustið 1993 tóku Breiðhiltingar þátt í Evrópukeppni í fyrsta og eina skiptið. Í fyrstu umferð sló ÍR út danska liðið Virum og átti Basti stórleik í íþróttahúsi Seljaskóla. Í annarri umferð var förinni heitið til Baskalands á norður Spáni til að etja kappi við Bidasoa en báðir leikirnir fóru fram ytra. Íþróttahöll Bidasoa er gefin upp fyrir 2200 áhorfendur en þegar flautað var til leiks í fyrri viðureign liðana voru mun fleiri í höllinni. Stemmingin var mögnuð, andrúmsloftið rafmagnað og áhorfendur tóku strax eftir einbeittum markverði ÍR sem fór mikinn í upphitun. ÍR-ingar komust í 3-1 en svo fór að halla undan fæti. Þetta haustkvöld í Baskalandi varði Tomas eitthvað fleiri bolta en Basti. Leiknum lauk þannig að Bidasoa gerði 28 mörk gegn 11, mjög góðum, ÍR mörkum. Eitthvað færri áhorfendur mættu til að sjá síðari viðureign liðanna daginn eftir. Eins og svo oft áður á ferli Basta þá barðist hann til síðustu mínútu og stóð fyrir sínu. Það er aldrei að vita nema Basti og Tomas mætist aftur á handboltavellinum innan tíðar enda nýbúnir að gera nýja samninga við félög sem stefna á titla. Það er stjórn handknattleiksdeildar Fram sönn ánægja að geta boðið Frömurum upp á Sebastian Alexandersson á milli Fram-stanganna á komandi leiktíð. Stjórnin er þakklát fyrir að Basti vilji enda sinn feril sem leikmaður hjá Fram og bindur vonir við að hann nái að miðla reynslu sinni til yngri leikmanna félagsins. Handknattleiksdeild Fram
Olís-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira