Sebastian Alexanderson í Fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2011 09:15 Sebastian gengur frá samningnum við Fram. Mynd/Fram.is Markvörðurinn Sebastian Alexanderson hefur samið við handknattleiksdeild Fram um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Sebastian, sem verður 42 ára í haust, hefur undanfarin ár þjálfað og leikið með Selfossi. Sebastian þekkir vel til í Safamýrinni. Hann lék með liði Fram á árunum 1998-2004. Í fréttatilkynningu frá Fram segir að um leið og félagið hafi komist á snoðir um að Sebastian vildi leika eitt tímabil til viðbótar hafi verið haft samband við hann. Þá setja Framarar félagsskiptin í samhengi við fréttir af sænsku markmannskempunni Tomas Svensson sem nýverið gekk frá samningi við Rhein-Neckar Löwen. Fréttatilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Fréttatilkynningin frá FramBasti í Safamýrina Handknattleiksdeild Fram hefur samið við Basta, fullu nafni Sebastian Alexandersson, um að leika með félaginu á komandi leiktíð. Basti er öllum hnútum kunnugur í Safamýrinni en þessi sanni keppnismaður gekk til liðs við Fram 1998 frá Aftureldingu en þá um vorið var ljóst að Reynir Þór Reynisson hyrfi á braut. Fram tefldi fram einu besta markmannspari landsins í Basta og Magnúsi Gunnari Erlendssyni á árunum 1998-2004. Basti hefur unnið ötullega að uppbyggingu afreksstarfs yngri leikmanna á Selfossi undanfarin ár samhliða þjálfun meistaraflokks karla. Lið Selfoss háði hetjulega baráttu fyrir sæti sínu í deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Basti tók fram skóna s.l. febrúar og fór mikinn á milli stanganna. Hann varði eins og berserkur og liðið halaði inn stigum undir lok mótsins. Liðið, sem var nýliði í deildinni, féll með minnsta mun eftir að hafa lent með marga menn í meiðslum á leiktíðinni. Eftir að stjórn handknattleiksdeildar Fram komst að því að Basti hefði hugsanlega áhuga á að taka eitt tímabil af krafti sem leikmaður í efstu deild var strax haft samband við hann um að endurnýja kynnin. Basti verður 42 ára í haust og er á besta aldri. Hann er einu og hálfi ári yngri kollegri hans, Tomas Svenson frá Eskilstuna, sem er gekk frá samning við Rhein-Neckar Löwen fyrr í mánuðinum. Það vita ekki allir að Basti og Tomas hafa mæst á handboltavellinum. Leiktíðina 1993-1994 lék Basti með ÍR en haustið 1993 tóku Breiðhiltingar þátt í Evrópukeppni í fyrsta og eina skiptið. Í fyrstu umferð sló ÍR út danska liðið Virum og átti Basti stórleik í íþróttahúsi Seljaskóla. Í annarri umferð var förinni heitið til Baskalands á norður Spáni til að etja kappi við Bidasoa en báðir leikirnir fóru fram ytra. Íþróttahöll Bidasoa er gefin upp fyrir 2200 áhorfendur en þegar flautað var til leiks í fyrri viðureign liðana voru mun fleiri í höllinni. Stemmingin var mögnuð, andrúmsloftið rafmagnað og áhorfendur tóku strax eftir einbeittum markverði ÍR sem fór mikinn í upphitun. ÍR-ingar komust í 3-1 en svo fór að halla undan fæti. Þetta haustkvöld í Baskalandi varði Tomas eitthvað fleiri bolta en Basti. Leiknum lauk þannig að Bidasoa gerði 28 mörk gegn 11, mjög góðum, ÍR mörkum. Eitthvað færri áhorfendur mættu til að sjá síðari viðureign liðanna daginn eftir. Eins og svo oft áður á ferli Basta þá barðist hann til síðustu mínútu og stóð fyrir sínu. Það er aldrei að vita nema Basti og Tomas mætist aftur á handboltavellinum innan tíðar enda nýbúnir að gera nýja samninga við félög sem stefna á titla. Það er stjórn handknattleiksdeildar Fram sönn ánægja að geta boðið Frömurum upp á Sebastian Alexandersson á milli Fram-stanganna á komandi leiktíð. Stjórnin er þakklát fyrir að Basti vilji enda sinn feril sem leikmaður hjá Fram og bindur vonir við að hann nái að miðla reynslu sinni til yngri leikmanna félagsins. Handknattleiksdeild Fram Olís-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
Markvörðurinn Sebastian Alexanderson hefur samið við handknattleiksdeild Fram um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Sebastian, sem verður 42 ára í haust, hefur undanfarin ár þjálfað og leikið með Selfossi. Sebastian þekkir vel til í Safamýrinni. Hann lék með liði Fram á árunum 1998-2004. Í fréttatilkynningu frá Fram segir að um leið og félagið hafi komist á snoðir um að Sebastian vildi leika eitt tímabil til viðbótar hafi verið haft samband við hann. Þá setja Framarar félagsskiptin í samhengi við fréttir af sænsku markmannskempunni Tomas Svensson sem nýverið gekk frá samningi við Rhein-Neckar Löwen. Fréttatilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Fréttatilkynningin frá FramBasti í Safamýrina Handknattleiksdeild Fram hefur samið við Basta, fullu nafni Sebastian Alexandersson, um að leika með félaginu á komandi leiktíð. Basti er öllum hnútum kunnugur í Safamýrinni en þessi sanni keppnismaður gekk til liðs við Fram 1998 frá Aftureldingu en þá um vorið var ljóst að Reynir Þór Reynisson hyrfi á braut. Fram tefldi fram einu besta markmannspari landsins í Basta og Magnúsi Gunnari Erlendssyni á árunum 1998-2004. Basti hefur unnið ötullega að uppbyggingu afreksstarfs yngri leikmanna á Selfossi undanfarin ár samhliða þjálfun meistaraflokks karla. Lið Selfoss háði hetjulega baráttu fyrir sæti sínu í deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Basti tók fram skóna s.l. febrúar og fór mikinn á milli stanganna. Hann varði eins og berserkur og liðið halaði inn stigum undir lok mótsins. Liðið, sem var nýliði í deildinni, féll með minnsta mun eftir að hafa lent með marga menn í meiðslum á leiktíðinni. Eftir að stjórn handknattleiksdeildar Fram komst að því að Basti hefði hugsanlega áhuga á að taka eitt tímabil af krafti sem leikmaður í efstu deild var strax haft samband við hann um að endurnýja kynnin. Basti verður 42 ára í haust og er á besta aldri. Hann er einu og hálfi ári yngri kollegri hans, Tomas Svenson frá Eskilstuna, sem er gekk frá samning við Rhein-Neckar Löwen fyrr í mánuðinum. Það vita ekki allir að Basti og Tomas hafa mæst á handboltavellinum. Leiktíðina 1993-1994 lék Basti með ÍR en haustið 1993 tóku Breiðhiltingar þátt í Evrópukeppni í fyrsta og eina skiptið. Í fyrstu umferð sló ÍR út danska liðið Virum og átti Basti stórleik í íþróttahúsi Seljaskóla. Í annarri umferð var förinni heitið til Baskalands á norður Spáni til að etja kappi við Bidasoa en báðir leikirnir fóru fram ytra. Íþróttahöll Bidasoa er gefin upp fyrir 2200 áhorfendur en þegar flautað var til leiks í fyrri viðureign liðana voru mun fleiri í höllinni. Stemmingin var mögnuð, andrúmsloftið rafmagnað og áhorfendur tóku strax eftir einbeittum markverði ÍR sem fór mikinn í upphitun. ÍR-ingar komust í 3-1 en svo fór að halla undan fæti. Þetta haustkvöld í Baskalandi varði Tomas eitthvað fleiri bolta en Basti. Leiknum lauk þannig að Bidasoa gerði 28 mörk gegn 11, mjög góðum, ÍR mörkum. Eitthvað færri áhorfendur mættu til að sjá síðari viðureign liðanna daginn eftir. Eins og svo oft áður á ferli Basta þá barðist hann til síðustu mínútu og stóð fyrir sínu. Það er aldrei að vita nema Basti og Tomas mætist aftur á handboltavellinum innan tíðar enda nýbúnir að gera nýja samninga við félög sem stefna á titla. Það er stjórn handknattleiksdeildar Fram sönn ánægja að geta boðið Frömurum upp á Sebastian Alexandersson á milli Fram-stanganna á komandi leiktíð. Stjórnin er þakklát fyrir að Basti vilji enda sinn feril sem leikmaður hjá Fram og bindur vonir við að hann nái að miðla reynslu sinni til yngri leikmanna félagsins. Handknattleiksdeild Fram
Olís-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn